No translated content text
Íbúaráð Laugardals
Ár 2021, mánudaginn, 13. desember, var haldinn 21. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundabúnaði og hófst kl. 17:01. Fundinn sátu: Kristín Elfa Guðnadóttir og Katrín Atladóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á skipulagslýsingu fyrir Suðurlandsbraut og efri hluta Laugarvegar vegna nýs skipulags fyrir borgarlínu.
Birkir Ingibjartsson og Ólafur Melsteð frá skipulagsfulltrúa taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- 17.10 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Foreldrafélags Laugarnesskóla dags. 6. desember 2021 um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í hverfinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 8. desember 2021 með umsagnarbeiðni um skýrslu um framtíðarskipan skóla- og frístundamála í Laugarnes- og Langholtshverfi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. nóvember 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 5.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni Sunnutorgs.
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2021 vegna niðurstaðna kosninga í Hverfið mitt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021 – boð um umsögn um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Fram fer kosning varaformanns íbúaráðs Laugardals. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að Sabine Leskopf verði varaformaður ráðsins. -
Lagðar fram umsóknir í Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Arnóri Kára Egilssyni styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Utandyra náttúrusafn: Vegglistaverk í opinberu rými.
- 18.17 Lilja Sigrún Jónsdóttir víkur af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagðar fram umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 90.000,- vegna verkefnisins Smá Sirkus.
Samþykkt að verða við beiðni Íbúasamtaka Laugardals um frestun á framkvæmd verkefnanna Laugargarður, samfélagsgarður í Laugardal og Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:22
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_1312.pdf