Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 21

Íbúaráð Laugardals

Ár 2021, mánudaginn, 13. desember, var haldinn 21. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundabúnaði og hófst kl. 17:01. Fundinn sátu: Kristín Elfa Guðnadóttir og Katrín Atladóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á skipulagslýsingu fyrir Suðurlandsbraut og efri hluta Laugarvegar vegna nýs skipulags fyrir borgarlínu. 

    Birkir Ingibjartsson og Ólafur Melsteð frá skipulagsfulltrúa taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    17.10 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum.     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi Foreldrafélags Laugarnesskóla dags. 6. desember 2021 um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í hverfinu. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 8. desember 2021 með umsagnarbeiðni um skýrslu um framtíðarskipan skóla- og frístundamála í Laugarnes- og Langholtshverfi. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. nóvember 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 5. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni Sunnutorgs. 

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2021 vegna niðurstaðna kosninga í Hverfið mitt.  

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021 – boð um umsögn um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  9. Fram fer kosning varaformanns íbúaráðs Laugardals. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að Sabine Leskopf verði varaformaður ráðsins.  

  10. Lagðar fram umsóknir í Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Arnóri Kára Egilssyni styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Utandyra náttúrusafn: Vegglistaverk í opinberu rými.

    -    18.17 Lilja Sigrún Jónsdóttir víkur af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 90.000,- vegna verkefnisins Smá Sirkus. 

    Samþykkt að verða við beiðni Íbúasamtaka Laugardals um frestun á framkvæmd verkefnanna Laugargarður, samfélagsgarður í Laugardal og Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:22

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_1312.pdf