No translated content text
Íbúaráð Kjalarness
Ár 2021, fimmtudaginn 11. desember, var haldinn 13. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjarvíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.00. Viðstödd voru Sigrún Jóhannsdóttir og Rósmundur Örn Sævarsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Guðni Ársæll Indriðason, Björgvin Þór Þorsteinsson og Ólafur Þór Zoega. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. febrúar 2021 um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á blý- og hávaðamengun vegna skotvalla á Álfsnesi og tillögu að starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur á Álfsnesi vegna endurnýjunar starfsleyfis.
Guðjón Ingi Eggertsson, Rósa Magnúsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir Kröyer taka sæti undir þessum lið fundarins með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
- Rannsókn á blý- og hávaðamengun á Álfsnesi
- Starfsleyfisskilyrði fyrir Skotfélag Reykjavíkur fyrir skotvöll í Álfsnesi - Tillaga
- Almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi
- Umsögn Skipulagsfulltrúa vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir skotsvæði í Álfsnesi
- Umsókn Skotfélags Reykjavíkur
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 11. febrúar 2021, um tillögu að starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotfélag Reykjavíkur, fyrir skotvöll í Álfsnesi.
Samþykkt.- Kl. 17:54 víkur Björgvin Þór Þorsteinsson af fundinum.
Fylgigögn
- Umsögn íbúaráðs Kjalarness um tillögu að starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotfélag Reykjavíkur, fyrir skotvöll í Álfsnesi
- Bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
- Starfsleyfisskilyrði fyrir Skotfélag Reykjavíkur, fyrir skotvöll í Álfsnesi - Tillaga
- Rannsókn á blý- og hávaðamengun á Álfsnesi
- Umsögn Skipulagsfulltrúa vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir skotsvæði í Álfsnesi
- Almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi
- Umsókn Skotfélags Reykjavíkur
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 11. febrúar 2021 um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fundartíma ráðsins í maí.
Samþykkt að fundur ráðsins í maí fari fram þann 12. maí í stað 13. maí. -
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. febrúar 2021 vegna auglýsingu um tillögu að deiliskipulagi fyrir Kjalarnes, Nesvík.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni Kjalarness.
-
Fram fer umræða um málefni Brautarholtsvegs.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Árið 2019 var lagður nýr göngustígur meðfram Brautarholtsvegi. Nokkrar skemmdir eru á veginum eftir þær framkvæmdir, þ.e.a.s. vegöxlin er sigin og hefur það valdið útafakstri í hálku. Þetta ástand vegarins er óboðlegt fyrir þá umferð sem er á þessum þrönga vegi. Auk umferð íbúa er nokkuð mikil umferð þungaflutninga sem þessi vegur ber í raun ekki. Íbúaráð Kjalarness óskar því eftir að gengið verði í málið strax, vegkanturinn lagaður og lögð drög að vegi sem ber þá umferð sem nú er og þeirrar sem vænta má vegna nýs skipulags Nesvíkur.
Fundi slitið klukkan 18:33
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1102.pdf