Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 13

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 11. desember, var haldinn 13. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjarvíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.00. Viðstödd voru Sigrún Jóhannsdóttir og Rósmundur Örn Sævarsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Guðni Ársæll Indriðason, Björgvin Þór Þorsteinsson og Ólafur Þór Zoega. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. febrúar 2021 um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á blý- og hávaðamengun vegna skotvalla á Álfsnesi og tillögu að starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur á Álfsnesi vegna endurnýjunar starfsleyfis.

    Guðjón Ingi Eggertsson, Rósa Magnúsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir Kröyer taka sæti undir þessum lið fundarins með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 11. febrúar 2021, um tillögu að starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotfélag Reykjavíkur, fyrir skotvöll í Álfsnesi.
    Samþykkt.  

    -    Kl. 17:54 víkur Björgvin Þór Þorsteinsson af fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 11. febrúar 2021 um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um fundartíma ráðsins í maí. 
    Samþykkt að fundur ráðsins í maí fari fram þann 12. maí í stað 13. maí.

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. febrúar 2021 vegna auglýsingu um tillögu að deiliskipulagi fyrir Kjalarnes, Nesvík. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

  8. Fram fer umræða um málefni Brautarholtsvegs.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Árið 2019 var lagður nýr göngustígur meðfram Brautarholtsvegi. Nokkrar skemmdir eru á veginum eftir þær framkvæmdir, þ.e.a.s. vegöxlin er sigin og hefur það valdið útafakstri í hálku. Þetta ástand vegarins er óboðlegt fyrir þá umferð sem er á þessum þrönga vegi. Auk umferð íbúa er nokkuð mikil umferð þungaflutninga sem þessi vegur ber í raun ekki. Íbúaráð Kjalarness óskar því eftir að gengið verði í málið strax, vegkanturinn lagaður og lögð drög að vegi sem ber þá umferð sem nú er og þeirrar sem vænta má vegna nýs skipulags Nesvíkur.

Fundi slitið klukkan 18:33

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1102.pdf