Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2020, fimmtudaginn, 24. september, var haldinn 9. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.57. Fundinn sátu Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Hilmar Jónsson og Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Bylgja Björnsdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 14. september 2020, með tilkynningu um breytingar á reglum um úthlutun í hverfissjóð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lagt er fram svar frá samgöngustjóra, dags. 21. ágúst 2020, við bókun íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 25. júní 2020, um gönguljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. september 2020, með beiðni um umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur.
Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Vinstri grænna, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi slembivalinna og fulltrúi foreldrafélags gera ekki athugasemdir við áætlunina.
Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þessi tillaga er enn ein aðförin að fjölskyldubílnum og er henni alfarið hafnað. Að minnka hraðann með þessum hætti skapast enn meira umferðaröngþveiti í Reykjavík en nú er. Borgarstjóra og meirihlutanum er hætt að vera sjálfrátt í umferðarmálum í stýringu sinni á daglegu líf þeirra sem búa, lifa og starfa í borginni. Íbúaráðið ætlar ekki að skila umbeðinni umsögn í á meðfylgjandi tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir borgarhlutann. Borgarfulltrúi Miðflokksins er því eini talsmaður þeirra sem þurfa og verða að vera á fjölskyldubílnum og jafnvel tveimur til að geta sinnt sínu fjölskyldulífi með því að komast hratt á milli staða. Tíminn er dýrmætur og andrúmsloftið er líka dýrmætt og mun meiri mengun er þegar hægt er á umferð. Þessi tillaga gengur gegn báðum. Minnt er á að ef þessi tillaga nær fram að ganga þá brýtur hún gegn samgöngusáttmála ríkisstjórnarinnar og borgarinnar um að greiða umferðarflæði með ljósastýringu.
Fylgigögn
-
Lögð er fram auglýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. september 2020, með tillögu að nýjum reitum fyrir íbúabyggð og hverfiskjarna.
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaða vísar í athugasemdir frá íbúum í hverfinu sem og bókanir vegna Furugerðis í lið nr. 4 frá 8. fundi ráðsins þann 27. ágúst síðastliðinn.
Fylgigögn
-
Lögð er fram auglýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. september 2020, með tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 23 við Furugerði.
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaða vísar í athugasemdir frá íbúum í hverfinu sem og bókanir vegna Furugerðis í lið nr. 4 frá 8. fundi ráðsins þann 27. ágúst síðastliðinn.
Fylgigögn
-
Lögð er fram auglýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16.9.2020, um aðalskipulagsbreytingar sem snúa að landnotkunarheimildum varðandi staðsetningu sértækra búsetuúrræða.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar eru fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Umsókn um æfingastúdíó fyrir ungt tónlistarfólk samþykkt með skilyrði um að verkefnið sé kynnt ungmennum í hverfinu með viðeigandi hætti.
Öðrum umsóknum hafnað.
Fundi slitið klukkan 17:48
Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_2409.pdf