No translated content text
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2020, fimmtudaginn 26. nóvember, var haldinn 11. fundur Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Fjarfundur og hófst klukkan 16:04. Viðstödd voru Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adólf Bergmann Sigurbjörnsson, Bylgja Hrönn Björnsdóttir , Hilmar Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir. Fundarritari: Heimir Snær Guðmundsson
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. nóvember 2020, um framlengingu á heimild til nýtingar fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. nóvember 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða á framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð til 1. júlí 2021.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fyrirkomulagi nágrannavörslu í hverfinu.
Helga Margrét Guðmundsdóttir og María Björk Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um drög að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um drög að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
SamþykktFylgigögn
-
Lögð fram bréf Íbúasamtaka Háaleitis dags. 23. nóvember, bréf Foreldrafélags Álftamýrarskóla ódags. og bréf frá stjórnendum leikskólans Álftaborgar ódags. sem íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis hefur borist vegna draga að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fundartíma ráðsins í desember.
Stefnt að því að desemberfundur fari fram þann 17. desember. -
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
Fundi slitið klukkan 17:24
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_2611.pdf