Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 11

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2020, fimmtudaginn 26. nóvember, var haldinn 11. fundur Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Fjarfundur og hófst klukkan 16:04. Viðstödd voru Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adólf Bergmann Sigurbjörnsson, Bylgja Hrönn Björnsdóttir , Hilmar Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir. Fundarritari: Heimir Snær Guðmundsson

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. nóvember 2020, um framlengingu á heimild til nýtingar fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. nóvember 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða á framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð til 1. júlí 2021.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á fyrirkomulagi nágrannavörslu í hverfinu. 

    Helga Margrét Guðmundsdóttir og María Björk Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um drög að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um drög að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.

    Samþykkt

    Fylgigögn

  6. Lögð fram  bréf Íbúasamtaka Háaleitis dags. 23. nóvember, bréf Foreldrafélags Álftamýrarskóla ódags. og bréf frá stjórnendum leikskólans Álftaborgar ódags. sem íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis hefur borist vegna draga að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um fundartíma ráðsins í desember. 

    Stefnt að því að desemberfundur fari fram þann 17. desember.

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 17:24

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_2611.pdf