No translated content text
Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2021, miðvikudaginn, 3. febrúar, var haldinn 15. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Árni Guðmundsson, Baldvin Örn Berndsen og Aðalbjörg Albertsdóttir. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði, Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigþórsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf dags. 2. febrúar 2021 vegna slembivals í íbúaráð Grafarvogs. Aðalbjörg Albertsdóttir tekur sæti sem slembivalinn aðalmaður íbúaráði Grafarvogs í stað Aldísar Óskar Diego.
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðalbjörg er boðin velkominn í íbúaráðið um leið og Aldísi er þakkað fyrir samstarfið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á félagsauði í Grafarvogi.
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Ragnari Harðarssyni er þakkað fyrir góða kynningu.
Ragnar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 17.05 tekur Valgerður Sigurðardóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Grafarvogs dags. 3. febrúar 2020 um afturköllun tillögu um breytingu á póstnúmeri Bryggjuhverfis.
Íbúaráð Grafarvogs dregur til baka tillögu sína um breytingu á póstnúmeri Bryggjuhverfis sem samþykkt var á 14. fundi ráðsins þann 6. janúar 2021. Eftir að upphaflega tillagan var samþykkt hófust miklar umræður um málið í Bryggjuhverfi og ákveðið var að taka málið fyrir á aðalfundi Bryggjuráðs, íbúasamtaka í Bryggjuhverfi. Var niðurstaða þeirra fundar að óskað yrði eftir því við íbúaráð Grafarvogs að draga tillöguna til baka. Vakin var athygli á því að frekari umræðu væri þörf í hverfinu ef fara ætti í breytingar á póstnúmeri hverfisins. Vill því íbúaráð Grafarvogs verða við þessari beiðni íbúa og draga upphaflega tillögu um breytingu á póstnúmeri til baka.
Samþykkt.
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 19. janúar 2021 – ósk um umsögn um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030.
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um grenndargáma í Grafarvogi.
Frestað. -
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr Hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður.
a) Fjölnir/Verkefni eldri borgara – Korpúlfar
b)Fjölnir/Þorrablót Grafarvogs -
Lagðar fram greinargerðir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður
a) Frjálsíþróttadeild Fjölnis/Fjölnishlaup Olís 2020
b) Frjálsíþróttadeild Fjölnis/Vormót Fjölnis 2020
c) Skátasamband Reykjavíkur/Hoppandi fjör við sundlaugar -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita verkefninu Áfram lestur! styrk að upphæð kr. 308.946,-
Samþykkt að veita Barna- og unglingaráði Fjölnis styrk að upphæð kr. 120.000,-
Fundi slitið klukkan 18:08
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0302.pdf