Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 48

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2024, miðvikudagurinn, 21. nóvember, var haldinn 48. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í bókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Ellen Ellertsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Þórir Jóhannsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Kynningu á umferðaröryggismálum í Grafarholti og Úlfarsárdal er frestað. MSS22110074

  2. Lagt fram bréf fram umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október 2024, með umsagnarbeiðni um drög að Ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjali. USK190115
    Frestað. 
    - 16.36 tekur Heiða Björk Júlíusdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 16. október 2024 um verklýsingu íbúðaruppbyggingar í grónum hverfum – breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. USK24080161

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við og er mótfallinn fyrirhugaðri þéttingu byggðar í Grafarvogi þar sem gengið verður á græn svæði sem íbúar nýta sér til útivistar og tómstundaiðkunar. Þessi svæði munu hverfa ef þéttingaráform meirihlutans ná fram að ganga.  Af þessum sökum tekur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ekki þátt í þeirri umsögn sem lögð er hér fram af íbúaráðinu.

  4. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 14. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef. USK24100368
    Formanni falið að kanna málið nánar í samráði við ráðið og eftir atvikum skila umsögn. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034 

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. MSS24030095  

    Samþykkt að veita Fram styrk að upphæð kr. 154.000 vegna verkefnisins Jólaþorp Fram.

    Samþykkt að veita Dalskóla í samvinnu við Foreldrafélag Dalsskóla styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Jólastund í Dalskóla.

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:40

Guðný Maja Riba Stefán Pálsson

Marta Guðjónsdóttir Þórir Jóhannsson

Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 21. nóvember 2024