Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 44

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2024, miðvikudagurinn, 26. júní, var haldinn 44. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Menningarmiðstöðinni í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.41. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Ellen Ellertsdóttir, Heiða Björk Júlíusdóttir og Björn Ingi Björnsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir. Fundinn sat einnig eftirtalinn starfsmaður: Trausti Jónsson.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra- og borgarritara, dags. 4. júní 2024, um samantekt íbúafunda borgarstjóra í Grafarholti og Úlfarsárdal. MSS24020072

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 3. maí 2024, um Hverfistré Reykjavíkurborgar. MSS24050013

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 28. maí 2024, um þjónustukönnun íbúa. MSS24050136

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals vegna fjárfestingar- og viðhaldsáætlunar 2025. MSS24040187

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034.

  6. Lögð fram greinargerð Handknattleiksdeildar Fram, dags. 10. júní 2024, vegna styrks úr  Borgin okkar 2022 fyrir verkefnið Frítt á fyrstu heimaleiki í handboltanum. MSS22040042

Fundi slitið kl. 18:14

Guðný Maja Riba Björn Ingi Björnsson

Ellen Ellertsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Heiða Björk Júlíusdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 26. júní 2024