Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 33

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2023, miðvikudagurinn, 19. apríl, var haldinn 33. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Menningarmiðstöðinni í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.29. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stefán Pálsson, Birkir Ingibjartsson, Björn Ingi Björnsson, Ellen Ellertsdóttir, Heiða Björk Júlíusdóttir og Herdís Björnsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Trausti Jónsson og Guðný Bára Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á félagsauði, forvörnum og stöðu nýrra Íslendinga í hverfinu. MSS22090034.

  2. Fram fer umræða um fundartíma ráðsins í maí. MSS22090034
    Samþykkt að næsti fundur ráðsins fari fram þann 15. maí.

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034.

  4. Lögð fram greinargerð Jónu Hildar Bjarnadóttur, dags. 30. ágúst 2022, vegna verkefnisins Utanvegahlaup á Hólmsheiði. MSS22040019

    Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7.gr. samþykktar fyrir íbúaráð. 

Fundi slitið kl. 17:35

Stefán Pálsson Birkir Ingibjartsson

Herdís Björnsdóttir Björn Ingi Björnsson

Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 19. apríl 2023