Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 45

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2024, miðvikudaginn, 7. febrúar, var haldinn 45. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Íþróttamiðstöð ÍR og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, Frank Úlfar Michelsen, Helgi Áss Grétarsson og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Fundinn sátu einnig Jóhannes Guðlaugsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi ÍR. MSS22090034

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið þakkar fyrir góða kynningu á fyrirmyndarstarfi Íþróttafélags Reykjavíkur. Gaman að sjá hversu fjölbreytt og faglegt starf er unnið á vegum félagsins og fer fram í ellefu deildum, 100 æfingaflokkum og 2477 iðkendum á mjög breiðu aldursbili. Frábært er að hugað er að öllum aldurshópum og gaman að sjá hve margt eldra fólk nýtir sér styrktarþjálfun í hverri viku. Ítrekar ráðið mikilvægi þess að gerð verði úttekt á öryggi gangandi og hjólandi við og í gegnum bílastæði eins og lagt var fram í tillögu ráðsins á fundi 6. desember 2023. Einnig vill ráðið leggja áherslu á að tryggja aðgengi barna að öllum mannvirkjum borgarinnar með snjómokstri þannig að aðstöðu íþróttafélaga sé sinnt til jafns við skóla og frístundaheimili.

    -    Kl.17.04 tekur Þorvaldur Daníelsson sæti á fundinum. 

    Hafdís Hansdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Breiðholts um fýsileika á kaupum og rekstri loftgæðamælis í Breiðholti:

    Lagt er til að íbúaráð Breiðholts beini því til umhverfis- og skipulagsráðs að kanna í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, fýsileika á kaupum og rekstri færanlegs loftgæðamælis sem staðsettur yrði í Breiðholti, fjölmennasta hverfi borgarinnar. Þannig væri hægt að vakta með reglubundum hætti loftgæði á vissum stöðum innan hverfisins þar sem íbúabyggð, íþróttamannvirki ÍR, útivistasvæði og leik- og grunnskólar liggja samhliða þungum umferðaræðum Reykjanesbrautar, Breiðholtsbrautar, Stekkjarbakka og Arnanesvegar. Tíu ár eru liðin síðan loftgæði voru mæld í hverfinu við þrenna leikskóla og síðan þá hefur bæði borgarbúum og ökutækjum fjölgað mikið á umræddu tímabili. Telur ráðið brýnt að hefja reglubundna vöktun loftgæða í hverfinu enda hefur svifryk sláandi áhrif og afleiðingar fyrir heilsu fólks, sérstaklega barna, eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma. MSS24010253

    Greinargerð fylgir tillögunni. 

    Samþykkt. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Einhugur íbúaráðsins er til staðar um að kannaður verði fýsileiki á kaupum og rekstri loftgæðamælis í Breiðholti. fyrir fjölmennasta hverfi borgarinnar. Tíu ár eru liðin síðan loftgæði voru mæld í hverfinu við þrenna leikskóla og síðan þá hefur bæði borgarbúum og ökutækjum fjölgað mikið á umræddu tímabili. Telur ráðið brýnt komin sé tími á reglubundna vöktun loftgæða í hverfinu enda eru sláandi áhrif og afleiðingar svifryks á heilsu fólks, sérstaklega barna, eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig væri hægt að vakta loftgæði á vissum stöðum innan hverfisins þar sem íbúabyggð, íþróttamannvirki ÍR, útivistasvæðum og leik- og grunnskólum sem liggja samhliða þungum umferðaræðum Reykjanesbrautar, Breiðholtsbrautar, Stekkjarbakka og Arnanesvegar.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður að íbúaráð Breiðholts beini því til þeirra sem málið varðar innan borgarkerfisins að það sé kannað hvort fýsilegt sé að kaupa og reka færanlegan loftgæðamæli í Breiðholti. Orðalag tillögunnar er hins vegar ekki á þann veg sem fulltrúinn hefði kosið, aðallega vegna þess að hún hefur að geyma ýmsar gildishlaðnar yfirlýsingar sem ekki er hægt að fallast fyrirvaralaust á. Það sama á við um ýmsar fullyrðingar í greinargerð. Breiðholt er það hins vegar stórt hverfi í Reykjavík að fyllsta ástæða er til að tillagan nái fram að ganga. Þessi afstaða byggir einnig á því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu frumkvæði að því að Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 28. ágúst 2023 að komið yrði fyrir loftgæðamælum við þá leikskóla sem standa við eða nærri stofnbrautum í Reykjavík, meðal annars til að koma í veg fyrir að börn andi ekki að sér heilsuspillandi svifryki þegar svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 

     

    Fylgigögn

  3. Lögð fram greinargerð Íþróttafélagsins Leiknis, dags. 9. janúar 2024, vegna verkefnisins 50 ára afmæli. MSS2303015

  4. Lögð fram greinargerð Regínu Laufdal Aðalsteinsdóttur, dags. 12. júní 2023 vegna verkefnisins Sameiginleg sumarhátíð þriggja leikskóla. MSS2303015

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18.47

Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson

Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Frank Úlfar Michelsen

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts 7. febrúar 2024