Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 32

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2023, þriðjudagurinn, 14. mars, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson, Pawel Bartoszek og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. febrúar 2023, um uppstillingu kjörseðils í Árbæ og Norðlingaholti fyrir Hverfið mitt ásamt fylgiskjölum. MSS22020075
    Samþykkt að óska eftir að eftirtalin verkefni fari á kjörseðil fyrir hverfiskosningar í Hverfið mitt næstkomandi haust:
    1. Áning sunnan Rauðavatns og aðgengilegir bekkir
    2. Parkour völlurinn
    3. Bæta sumarskreytingar (blóm) í Árbæ á sumrin
    4. Útigrill
    5. Hundasvæði
    6. Körfuboltavöllur hjá aparóló i Ártúnsholti
    7. Leik- og útivistarsvæði á milli Hraunbæjar og Rofabæjar
    8. Úti Tæki
    9. Útsýnispallur við Kermóafoss
    10. Vatnspóst við ærslabelginn hjá Ystabæ

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

    Bragi Bergsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18:20

Þorkell Heiðarsson Pawel Bartoszek

Björn Gíslason Elvar Örn Þórisson

Vera Sveinbjörnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 14. mars 2023