Hverfisráð Hlíða
Ár 2015, fimmtudaginn 30. apríl, var haldinn 118. fundur Hverfisráðs hlíða. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð miðborgar og hlíða Laugavegi 77 og hófst kl. 17:00. Viðstödd voru Margrét Norðdahl, formaður, sem stýrði fundi, Hrefna Guðmundsdóttir og Hilmar Sigurðsson, Kristján Freyr Halldórsson boðar forföll en Bryndís Helgadóttir sat fundin í hans stað, Kristinn Karl Brynjarsson mætti ekki og boðaði ekki forföll. Jóhanna Halldórsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Þá sat fundinn Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, sem ritaði fundargerð en Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða boðaði forföll. Gestir fundarins við lið 1. Kristínu Lóa Ólafsdóttir og Svava Svanborg Steinarsdóttir frá heilbrigðiseftirlitinu og Stefán Agnar frá umferðadeild umhverfis- og skipulagssvið.
Þetta gerðist
1. Fulltrúar frá heilbrigðiseftirlitinu og umferðadeild fóru yfir fyrirspurnir frá ráðinu varðandi umferða og skipulagsmál í hverfinu.
Kynntar voru tillögur af Miklubraut við Klambratún.
Heilbrigðiseftirlitið kynnti loft- og hljóðmengun við helstu umferðaræðar í hverfinu.
2. Reitur 1.254 Kennaraskóli – Bólstaðarhlíð lögð fram til kynningar og umsagnar (fylgiskjal 2. Reitur 1.254 Kennaraskóli – Bólstaðarhlíð)
Frestað
3. Menningarstefnu Reykjavíkurborgar og aðgerðaráætlun hennar kynnt.(fylgiskjal upplýsingar á maili)
http://reykjavik.is/utgefid-efni-menningar-og-ferdamalasvid
Margrét og Hrefna skila inn tillögum fyrir 18. maí.
4. Forvarnarsjóður Reykjavíkur – Umsóknir. ( Fylgiskjal umsóknir og skipting fjármagns)
Ráðið samþykkir að styrkja 60 ára afmælishátíð Hlíðaskóla um 200.000 kr
5. Nágrannavarsla í Hlíðum, Holtum og Norðurmýri.
Bókun:
Hverfisráð hefur hug á endurvekja verkefni frá 2006 varðandi Nágrannavörslu. Þjónustumiðstöðinni er falið að kynna sér málið.
6. Kynning á Málþingi um loftgæði í Reykjavík
http://reykjavik.is/frettir/loftgaedi-i-reykjavik-gaetu-verid-enn-betri
Næsti fundur verður 28. maí.
Fundi slitið kl. 19:20
Margrét Norðdahl
Hilmar Sigurðsson Bryndís Helgadóttir
Hrefna Guðmundsdóttir