Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2015, þriðjudaginn 26. maí 2015 kl. 14:19 var haldinn 88. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Börkur Gunnarsson, René Biasone og Björn Birgir Þorláksson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson og Svava S. Steinarsdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1. Myglusveppir í húsnæði.
Lögð fram skýrsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. mars 2015 um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði.
Steinn Fjóla Sigurðardóttir Hafsteinn Pálsson frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kynntu.
- Ólafur Jónsson tók sæti á fundinum kl. 14:30.
- Börkur Gunnarsson vék af fundi kl. 14:52.
2. Drög að reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína.
Lögð fram drög að reglugerð um eldishús dags. 17. mars 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags 20. apríl 2015.
Kynnt.
3. Hænsnahald - Njálsgötu 42.
Lögð fram umsókn dags. 7. maí 2015.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir umsókn Sari Cedergren um leyfi til að halda 2 íslenskar landsnámshænur að Njálsgötu 42 í Reykjavík í samræmi við samþykkt nr. 815/2014 um hænsnahald í Reykjavík, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða.
Ólafur Jónsson sat hjá við afgreiðslu erindisins.
4. Hænsnahald – leikskólinn Laufásborg.
Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 8. apríl 2015 og umsókn Laufásborgar dags. 8. apríl 2015 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. maí 2015.
Samþykkt.
5. Samráð vegna vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 1. desember 2014.
Lagt fram.
6. Umsókn um undanþágu frá 19. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Lagt fram bréf Landspítala háskólasjúkrahúss dags. 6. maí 2015.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir beiðni Anítu Stefánsdóttur, iðjuþjálfa, Endurhæfingageðdeild LSH á Kleppi dags. 6. maí 2015 um 30 -60 mínútna heimsóknir hunda ásamt eiganda á á Endurhæfingageðdeild LSH á Kleppi með fyrirvara um að valdi heimsóknirnar ónæði eða óþæginum hjá íbúum verði þeim hætt. Farið verði eftir þeim reglum sem tilgreindar eru í erindi umsækjanda. Heilbrigðiseftirlitið mun setja strangari reglur um heimsóknirnar, ef það telst nauðsynlegt í ljósi reynslunnar
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald með síðari breytingum.
Lagt fram þingskjal 1178, mál nr. 704 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. maí 2015.
- Gréta Björg Egilsdóttir vék af fundinum kl. 16:00
8. Frumvarp til laga um breytingu á efnalögum nr. 61/2013.
Lagt fram þingskjal 1164, mál nr. 690 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. maí 2015.
Frestað.
9. Gjaldskrá fyrir hænsnahald.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur felur Heilbrigðiseftirlitið Reykjavíkur að koma með tillögu að gjaldskrá fyrir veitingu leyfa fyrir hænsnahald í Reykjavík, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða.
10. Starfsdagur í haust.
Frestað.
11. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 26. maí 2015.
12. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 26. maí 2015.
13. Lögð fram fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina.
Framsókn og flugvallarvinir leggja fram fyrirspurn um hvort að Reykjavíkurborg hafi skoðað hvort að mengaður jarðvegur hafi komið upp í vinnu við framkvæmdarveg á Hlíðarendasvæðinu?
Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 16:31
Heiða Björg Hilmisdóttir
René Biasone Ólafur Jónsson
Björn Birgir Þorláksson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 26.5.2015 - prentvæn útgáfa