Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 150

Heilbrigðisnefnd

Ár 2024, fimmtudaginn 16. maí kl. 11:08, var haldinn 150. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Egill Þór Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Guðberg Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson og Hólmfríður Frostadóttir Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á tilraunaverkefninu ,,Lausaganga hunda á Klambratúni'' sem samþykkt var á 140. fundi heilbrigðisnefndar dags. 13. apríl 2023.
  Þorkell Heiðarsson frá Dýraþjónustu Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001

  Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

  Heilbrigðisnefnd þakkar DÝR fyrir kynningu á verkefninu og að í ljós kom að það hafi tekist vel og engar kvartanir bárust. Heilbrigðisnefnd óskar eftir því að verkefnið haldi áfram að lágmarki fram á haustið og verði auglýst á viðeigandi síðum þannig að hundaeigendur séu upplýstir um tilraunaverkefnið.
   

 2. Fram fer kynning á nýju tölvukerfi fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
  Sólveig Skaftadóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001

 3. Fram fer kynning á umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um breytingu á aðalskipulagi Skotæfingasvæðisins á Álfsnesi. HER24010001

  Fylgigögn

 4. Fram fer kynning á Vorfundi framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitssvæða, Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar og Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis. HER24010001

  Fylgigögn

 5. Fram fer kynning á tilnefningu fulltrúa frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi um innleiðingu á breytingu á fyrirkomulagi Heilbrigðiseftirlits. Einnig er lagt fram bréf Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytis og Matvælaráðuneytis. Jafnframt er lagt fram svar samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. HER24010001

  Fylgigögn

 6. Fram fer kynning á málþingi um loftgæði sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 15. maí 2024. HER24010001

 7. Lögð fram umsókn Rimaskóla um undanþágu fyrir að hafa hund í skólastofu Rimaskóla, dags. 17. apríl 2024. Einnig er lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 29. apríl 2024.
  Samþykkt að veita umbeðna undanþágu sbr. 3. tl. 19. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti. HER24010001

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf Center Hotel Þingholt. Þingholtsstræti 3-5,  , dags. 2. apríl 2024 um klór- og sýrustigsstjórnun í setlaug á hóteli (Center Hótel Þingholt) að Ingólfsstræti 1 . Setlaugin er 2 m3 .

  Samþykkt að veita undanþágu sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.  Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er heimilt  að afturkalla undanþáguna ef í ljós kemur að setlaugin uppfylli ekki kröfur um gæði baðvatns. HER24010001

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf Center Hotel Arnarhvoll. Ingólfsstræti 1,  , dags. 11. apríl 2024 um klór- og sýrustigsstjórnun í setlaug á hóteli (Center Hótel Þingholt) að Ingólfsstræti 1 . Setlaugin er 2 m3 .
  Samþykkt að veita undanþágu sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.  Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er heimilt  að afturkalla undanþáguna ef í ljós kemur að setlaugin uppfylli ekki kröfur um gæði baðvatns. HER24010001

  Fylgigögn

 10. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. apríl 2024, 16. apríl 2024, 23. apríl 2024, 30. apríl 2024 og 7. maí 2024 HER24010001

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:02

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Egill Þór Jónsson

Sandra Hlíf Ocares Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 16. maí 2024