Heilbrigðisnefnd
Ár 2024, fimmtudaginn 16. maí kl. 11:08, var haldinn 150. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Egill Þór Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Guðberg Gíslason, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson og Hólmfríður Frostadóttir Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á tilraunaverkefninu ,,Lausaganga hunda á Klambratúni'' sem samþykkt var á 140. fundi heilbrigðisnefndar dags. 13. apríl 2023.
Þorkell Heiðarsson frá Dýraþjónustu Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd þakkar DÝR fyrir kynningu á verkefninu og að í ljós kom að það hafi tekist vel og engar kvartanir bárust. Heilbrigðisnefnd óskar eftir því að verkefnið haldi áfram að lágmarki fram á haustið og verði auglýst á viðeigandi síðum þannig að hundaeigendur séu upplýstir um tilraunaverkefnið.
-
Fram fer kynning á nýju tölvukerfi fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Sólveig Skaftadóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001 -
Fram fer kynning á umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um breytingu á aðalskipulagi Skotæfingasvæðisins á Álfsnesi. HER24010001
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Vorfundi framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitssvæða, Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar og Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis. HER24010001
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tilnefningu fulltrúa frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi um innleiðingu á breytingu á fyrirkomulagi Heilbrigðiseftirlits. Einnig er lagt fram bréf Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytis og Matvælaráðuneytis. Jafnframt er lagt fram svar samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. HER24010001
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á málþingi um loftgæði sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 15. maí 2024. HER24010001
-
Lögð fram umsókn Rimaskóla um undanþágu fyrir að hafa hund í skólastofu Rimaskóla, dags. 17. apríl 2024. Einnig er lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 29. apríl 2024.
Samþykkt að veita umbeðna undanþágu sbr. 3. tl. 19. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti. HER24010001Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Center Hotel Þingholt. Þingholtsstræti 3-5, , dags. 2. apríl 2024 um klór- og sýrustigsstjórnun í setlaug á hóteli (Center Hótel Þingholt) að Ingólfsstræti 1 . Setlaugin er 2 m3 .
Samþykkt að veita undanþágu sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er heimilt að afturkalla undanþáguna ef í ljós kemur að setlaugin uppfylli ekki kröfur um gæði baðvatns. HER24010001
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Center Hotel Arnarhvoll. Ingólfsstræti 1, , dags. 11. apríl 2024 um klór- og sýrustigsstjórnun í setlaug á hóteli (Center Hótel Þingholt) að Ingólfsstræti 1 . Setlaugin er 2 m3 .
Samþykkt að veita undanþágu sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er heimilt að afturkalla undanþáguna ef í ljós kemur að setlaugin uppfylli ekki kröfur um gæði baðvatns. HER24010001Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. apríl 2024, 16. apríl 2024, 23. apríl 2024, 30. apríl 2024 og 7. maí 2024 HER24010001
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:02
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Egill Þór Jónsson
Sandra Hlíf Ocares Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
Ólafur Hvanndal Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 16. maí 2024