Fundur nr. 71 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 71

Fundur nr. 71

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2018, 29. janúar, var haldinn 71. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 13.33. Fundinn sátu, Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Björn Gíslason, Lára Óskarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar J. Sandholt, Stefán Eiríksson, Sandra Dröfn Gylfadóttir og Theódóra Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð. Fundarritari: Theódóra Sigurðardóttir.

Fundaritari:: 
Theódóra Sigurðardóttir
 1. Fram fer kynning á niðurstöðum rannsóknarverkefnisins Ungt fólk til áhrifa – Hvað fær ungt fólk til þess að kjósa?, dags. 2017.

   

  Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir og Jóhann Bjarki Arnarson Hall taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 2. Lagðar fram tillögur starfshóps um aukna kosningaþátttöku 2018.

  Samþykkt að vísa tillögum starfshópsins til borgarráðs.

   

  Unnur Margrét Arnardóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Tómas Ingi Adolfsson og Joanna Marcinkowska taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Lögð fram tillaga að tímalínu verkefnisins Hverfið mitt 2018.

  Samþykkt.

   

  Unnur Margrét Arnardóttir, Bragi Bergsson og Jón Halldór Jónasson taka sæti undir þessum lið.

   

  Kl. 15.33 víkur Eva Baldursdóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram til upplýsingar, Reykjavíkurborg á UT messunni, 2.- 3. febrúar 2018.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram drög að úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar.

  Samþykkt að senda drög að úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar til umsagnar hjá hverfisráðum Reykjavíkurborgar og íbúasamtaka. 

   

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillögu um að auka vægi hverfisráðanna með stofnun hverfissjóðs. Er það í samræmi við við stefnu Sjálfstæðisflokksins um að auka völd íbúanna úti í hverfunum. Hins vegar er ekki um háar fjárhæðir að ræða og ef meirihlutanum er alvara með því að efla hverfisráðin verður að leggja til þess meira fjármagn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að stofnun hverfissjóða má ekki verða til þess að fjármagn sé dregið úr öðrum mikilvægum verkefnum í hverfunum á borð við íþrótta- og félagsstarfsemi.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:45

Halldór Auðar Svansson
Eva Einarsdóttir
Skúli Helgason
Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson
Björn Gíslason
Lára Óskarsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =