Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2018, 15. janúar, var haldinn 70. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 13:35. Fundinn sátu, Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson, Herdís Anna Þorvaldsóttir og áheyrnarfulltrúinn Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt, Stefán Eiríksson, Sandra Dröfn Gylfadóttir og Theódóra Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð. Fundarritari: Theódóra Sigurðardóttir.
Fundaritari::
Theódóra Sigurðardóttir
-
Fram fer kynning á handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. desember 2017.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á drögum að ársskýrslu umboðsmanns borgarbúa 2016-2017. Jafnframt lögð fram áfangaskýrsla umboðsmanns borgarbúa 2016, dags. 29. júní 2016.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað Innri endurskoðunar um áhættustýringu og greiningu á misferlisáhættu hjá Reykjavíkurborg, ásamt beiðni um umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 21.12.2017. Einnig lögð fram drög að umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að samfélagsmiðlastefnu Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að úthlutunarreglum hverfissjóðs Reykjavíkurborgar, sbr. tillögu borgarstjóra, dags. 26. september 2017, um stofnun hverfissjóðs, ásamt fylgigögnum.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:44
Halldór Auðar Svansson
Sigurður Björn Blöndal
Eva Baldursdóttir
Skúli Helgason
Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson