Fundur nr. 58

Fundur nr. 58

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, mánudaginn 15. maí, var haldinn 58. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnabúð og hófst klukkan 14:00. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Eva Einarsdóttir, Eva H. Baldursdóttir, Björn Gíslason, Jón Ingi Gíslason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Gísli Garðarsson. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Helga Björk Laxdal. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar J Sandholt, Sandra Dröfn Gylfadóttir og Theódóra Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð

Fundaritari:: 
Theódóra Sigurðardóttir
 1. Lögð fram tillaga Framsóknar og flugvallarvina, dags. 23. janúar 2017, um að halda íbúakosningar samhliða borgarstjórnarkosningum 2018 ásamt umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. apríl 2017. 

  Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Frestað.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ þann 5.-7. apríl 2017, Ekki bara framtíðin – Ungt fólk leiðtogar nútímans.   

  Umræða fer fram.   

  Fylgigögn

 3. Lögð fram úttekt Innri endurskoðunar á stjórnun upplýsingatæknimála – ábendingar til forsætisnefndar, dags. 8. maí 2017, ásamt fylgiskjölum. Umsögn óskast frá stjórnkerfis- og lýðræðisráði.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur fram eftirfarandi bókun:

  Til stendur að yfirfara samþykktir stjórnkerfis- og lýðræðisráðs heildstætt vegna breytinga sem hafa orðið á hlutverki þess sem og í ljósi reynslu af því hvert verksvið þess hefur verið í raun. Ábending Innri endurskoðunar verður höfð til hliðsjónar þegar sú vinna fer fram. Taka má undir að ráðið hefur látið sig upplýsingatæknimál varða, þar sem þau hafa marga snertifleti við hlutverk ráðsins samkvæmt samþykktum, og eðlilegt er að formgera þá vinnu ráðsins með skýrum hætti. Drög að nýjum samþykktum verða send til forsætisnefndar þegar þau eru tilbúin.

 4. Lögð fram samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs dags. 2. september 2014. 

  Fram fer umræða um endurskoðun á samþykkt.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum. Umsögn óskast frá stjórnkerfis- og lýðræðisráði. 

  Umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkt.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan :

Halldór Auðar Svansson
Skúli Helgason
Eva Einarsdóttir
Björn Gíslason
Jón Ingi Gíslason
Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 0 =