Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2017, mánudaginn 24. apríl, var haldinn 57. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnabúð og hófst klukkan 14:08. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Eva Einarsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Björn Gíslason, Jón Ingi Gíslason, Gísli Garðarsson. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Ingi Rafn Sigurðsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Oddrún Helga Oddsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Sandra Dröfn Gylfadóttir sem ritaði fundargerð
Fundaritari::
Sandra Dröfn Gylfadóttir
-
Fram fer kynning á verkefni Karolina Fund með forsætisráðuneyti Finnlands sem svipar til verkefnisins Hverfið mitt.
Fylgigögn
-
Lögð fram verkefnistillaga Capacent vegna vinnustofu með hverfisráðum þann 15. maí 2017.
Fylgigögn
-
Lögð fram tilkynning til stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 6. apríl 2017, um staðsetningu umboðsmanns borgarbúa, stjórnskipulega stöðu embættisins og samstarf á sviði eftirlits með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Lögð fram ábending innri endurskoðunar, dags. 18. apríl 2017, er snýr að stjórnkerfis- og lýðræðisráði vegna útgáfu úttektarskýrslu á stjórnun upplýsingatæknimála, ásamt fylgiskjölum.
Úttekt á stjórnun upplýsingatæknimála - viðbrögð stjórnenda
Lokadrög að úttektarskýrslu - stjórnun upplýsingatæknimála
Ábendingar og viðbrögð stjórnenda
-
Lögð fram til kynningar ósk um kynningu á starfsemi og verkefnum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir sendinefnd frá sveitastjórnarráðuneyti Lettlands.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan :
Halldór Auðar Svansson
Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir
Eva Einarsdóttir
Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Björn Gíslason
Jón Ingi Gíslason