Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2016, 19. september, var haldinn 44. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson,Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Eva Baldursdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Björn Gíslason, Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Hreinn Hreinsson, Óskar Jörgen Sandholt og Oddrún Helga Oddsdóttir.
Fundaritari::
Sonja Wium
-
Lögð fram tillaga stjórnkerfis- og lýðræðisráðs dags. 16. september 2016 um að kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2016 verði lengdar um viku og að tímasetning kosninganna verði frá 3- 17. nóvember 2016.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu nýs fundarkerfis fyrir nefndir og ráð borgarinnar. Hreinn Hreinsson fer yfir stöðu mála.
-
Lögð fram að nýju hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík ,,Biðlínukerfi til að gera þjónustu RVK skilvirkari“ dags. 30. nóvember 2015, sbr. 2 .liður fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 14. desember 2015. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu þjónustu og rekstur móttekin 15. september 2016.
Fylgigögn
-
Lögð fram til kynningar tilkynning borgarráðs dags. 7. september 2016 þess efnis að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir taki sæti sem varamaður í stjórnkerfis- og lýðræðisráði í stað Jónasar Þórs Jónassonar.
Fylgigögn
-
Lögð fram til umsagnar tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um rafræna þjónustukönnun hjá foreldrum leikskólabarna og starfsfólki á leikskólum borgarinnar. Jafnframt er lögð fram umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram til umsagnar tillaga framsóknar og flugvallarvina um breytingu á viðmiðum um skilgreiningu á fruminnherjum, dags. 11. ágúst 2016.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14.43
Halldór Auðar Svansson
Eva Einarsdóttir
Skúli Helgason
Eva H. Baldursdóttir
Hildur Sverrisdóttir
Björn Gíslason
Jón Ingi Gíslason