Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2016, 7. mars, var haldinn 34. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Hildur Sverrisdóttir, Björn Gíslason og Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Theódóra Sigurðardóttir.
Fundaritari::
Unnur Margrét Arnardóttir
-
Lögð fram áfangaskýrsla starfshóps um Betri Reykjavík og Betri hverfi, um framkvæmd Betri hverfa 2016, dags. 3. mars 2016. Fram fer kynning á áfangaskýrslunni. Ólafur Ólafsson og Eggert Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 13.45 taka Helga Björg Ragnarsdóttir og Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar ásamt umsögnum, dags. 30. júní 2015. Einnig lagt fram bréf borgarráðs dags. 18. febrúar 2016.
Fram fer kynning á skýrslunni.Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram eftirfarandi tillögu:
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að vinna á grunni þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni til að bæta frekar þjónustu Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.
Fylgigögn
-
Lögð fram ábending úttektarnefndar borgarstjórnar nr. 3 – lengd bókana, dags. 28. október 2015 ásamt bréfi forsætisnefndar dags. 3. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármálaskrifstofu dags. 6. mars 2016 við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina dags.11. janúar 2016.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á gerð úttektar um Betri Reykjavík og Betri hverfi, dags. 18. janúar 2016. Sjöfn Vilhelmsdóttir,
Þorgerður Einarsdóttir og Gunnar Helgi Kristinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi tillögu: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnkerfis- og lýðræðisráði, Hildur Sverrisdóttir og Björn Gíslason, leggja til að fyrri úttekt á verkefnunum Betri hverfi og Betri Reykjavík sem var send borgarkerfinu í haust án þess að hafa verið gerð opinber, ásamt þeim athugasemdum sem voru gerðar við hana af hálfu borgarinnar, verði lögð fram í þágu gegnsæis og aðhalds.
Frestað.Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16.30
Halldór Auðar Svansson
Eva Einarsdóttir
Skúli Helgason
Eva H. Baldursdóttir
Hildur Sverrisdóttir
Björn Gíslason
Jón Ingi Gíslason