Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 30

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2016, 11. janúar, var haldinn 30. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 14.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Björn Gíslason, Áslaug Friðriksdóttir og Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir, Hreinn Hreinsson og Theódóra Sigurðardóttir.

Fundaritari:: 

Unnur Margrét Arnardóttir

  1. Lögð fram að nýju hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík „Flugfargjöld Reykjavíkurborgar og Vildarpunktar“ dags. 30. september 2015, sbr. 1. liður fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 30. nóvember 2015 og 1. liður fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 14. desember 2015.
    - Kl. 14.40 tekur Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur fram eftirfarandi breytingartillögu: Lagt er til að listar yfir samþykktar ferðaheimildir sem eru lagðir fram ársfjórðungslega í samræmi við samþykkt borgarráðs frá 18. júní 2015, verði birtir á sérstöku svæði á vef Reykjavíkurborgar.
    Greinargerð: Til þess að auka gagnsæi og eftirlit við ráðstöfun almannafjár samþykkti borgarráð á fundi sínum þann 18. júní 2015 að eftirfarandi skrefum yrði bætt inn í verkferil vegna ferðaheimilda í ferðum á vegum Reykjavíkurborgar: Fjármálastjórar fagsviða skulu senda ársfjórðungslega lista yfir allar samþykktar ferðaheimildir sem lagður verður fram á fundi viðkomandi fagráðs. Fjármálastjóri Ráðhúss skal senda ársfjórðungslega lista yfir allar samþykktar ferðaheimildir á vegum borgarráðs og borgarstjórnar sem lagður verður fram á fundi borgarráðs. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð fagnar þessari viðbót við verkferilinn enda er hún til þess fallin að auka gagnsæi í stjórnsýslu borgarinnar. Til að bæta aðgengi að þessum listum er lagt til að þeir verði teknir saman á einum samræmdum stað á vef Reykjavíkurborgar.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram til kynningar eftirfarandi bókun hverfisráðs Grafarvogs dags. 15. desember 2015:
    Hverfisráð Grafarvogs harmar samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 7. september sl. um breytingu á framkvæmd Betri hverfa fyrir árið 2016. Ljóst er að umrædd samþykkt veldur því að engar framkvæmdir í hverfum borgarinnar verða fjármagnaðar gegnum Betri hverfi á næsta ári og þar með minnka umtalsvert þau litlu áhrif sem íbúar borgarinnar geta haft á nærumhverfi sitt. Hverfisráð harmar að stjórnkerfis- og lýðræðisráð skuli á þennan hátt draga úr lýðræði í borginni. Það má vel vera að hægt sé að bæta verkefnið Betri hverfi og boðuð úttekt mun væntanlega leiða í ljós hvort svo sé. Hverfisráð telur að sú úttekt eigi samt ekki að hafa áhrif á framkvæmd verkefnisins árið 2016.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á stefnumiðum hverfisráðs Breiðholts.

    Fylgigögn

  4. Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

Fundi slitið kl. 15:56

Halldór Auðar Svansson

Eva Einarsdóttir

Hilmar Sigurðsson

Eva H. Baldursdóttir

Björn Gíslason

Áslaug María Friðriksdóttir

Jón Ingi Gíslason