Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 28

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 30. nóvember, var haldinn 28. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Arnaldur Sigurðarson, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason og Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Auður Alfífa Ketilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ásta Guðrún Beck, Hreinn Hreinsson, Óskar J. Sandholt og Theódóra Sigurðardóttir.

Fundaritari:: Unnur Margrét Arnardóttir

  1. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík „Flugfargjöld Reykjavíkurborgar og Vildarpunktar“ dags. 30. september 2015.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram til kynningar bréf mannréttindaskrifstofu um styrkúthlutanir nefnda og ráða Reykjavíkurborgar dags. 2. nóvember 2015.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju tillaga Hilmars Sigurðssonar dags. 1. júní 2015, sbr. 7. liður fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 1. júní 2015. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns dags. 10. nóvember 2015.

    Fylgigögn

    Bókanir við dagskrárlið: Hilmar Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun:

  4. Lagðar fram umsagnir og álit á hugmyndum um breytt fyrirkomulag hverfisráða dags. 23. nóvember 2015 sbr. 4. liður fundargerðar stjórnkerfis og lýðræðisráðs 15. júní 2015.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á úrvinnslu tillagna starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Umræða um nýtt fyrirkomulag kynninga.
  6. Lagt fram til kynningar bréf forsætisnefndar dags. 18. nóvember 2015 um breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í velferðarráði dags. 22. janúar 2015. Velferðarráð vísaði tillögunni til meðferðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs á fundi sínum 5. febrúar 2015 sbr. bréf frá velferðarsviði dags. 19. nóvember 2015.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:44

Eva Einarsdóttir

Hilmar SigurðssonInga Auðbjörg Kristjánsdóttir

Arnaldur SigurðarsonMarta Guðjónsdóttir

Björn GíslasonJón Ingi Gíslason