Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 27

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 16. nóvember, var haldinn 27. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.  Fundurinn var opinn öllum og haldinn í kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14 og hófst hann kl. 17:00. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir og Óskar J. Sandholt.

Fundaritari:: Ásta Guðrún Beck

  1. . Halldór Auðar Svansson formaður ráðsins, setur fundinn, býður fólk velkomið og segir frá tilgangi fundarins og felur Evu Einarsdóttur að stýra fundi.
  2. Eva H. Önnudóttir, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, flytur erindi um þátttöku mismunandi hópa í kosningum og af hverju fólk tekur þátt í kosningum.

    Fylgigögn

  3. Fram fara pallborðsumræður.
    Í pallborði sitja: Guðrún Ágústsdóttir frá öldungaráði Reykjavíkurborgar, Tomasz Pawel Chrapek frá fjölmenningarráði Reykjavíkurborgar, Líf Magneudóttir frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og Steindór Gestur Völundur Guðmundarson Waage frá Reykjavíkurráði ungmenna auk Halldórs Auðar Svanssonar. Umræðum stýrir Eva Einarsdóttir varaformaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

    - Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 18:25.

Fundi slitið kl. 18:35

Halldór Auðar Svansson

Eva EinarsdóttirHilmar Sigurðsson

Jón Ingi Gíslason