Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 24

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 5. október, var haldinn 24. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Eva Baldursdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Björn Gíslason, og Stefán Þór Björnsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar J. Sandholt og Unnur Margrét Arnardóttir.

Fundaritari:: 

Svavar Jósefsson

  1. Fram fer kynning á áliti Persónuverndar um vinnslu og öryggi persónuupplýsinga í vefkerfinu Mentor - mál nr. 2015/1203.

    Fylgigögn

    Bókanir við dagskrárlið: 

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur fram eftirfarandi bókun:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur áherslu á að mikilvægt sé að skýrar reglur séu í gildi um skráningar á persónuupplýsingum um nemendur grunnskóla Reykjavíkurborgar og öryggi þeirra, í samræmi við álit Persónuverndar. Þar til tryggt verði að uppfylltar séu kröfur laga nr. 77/2000, einkum um öryggi persónuupplýsinga og gerð vinnslusamnings, séu viðkvæmar persónuupplýsingar ekki skráðar í Mentor. Lagt er til að álit Persónuverndar um vinnslu og öryggi persónuupplýsinga í vefkerfinu Mentor verði haft til hliðsjónar í vinnu starfshóps um gerð verklagsreglna um meðferð persónuupplýsinga og trúnaðargagna.

    Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi bókun:
    Fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina skorar á meirihlutann að byrja án tafar að vinna að því að verða við þeim úrbótakröfum sem persónuvernd hefur sett fram varðandi gagnaöryggi Mentor svo að tryggt sé að viðkvæmar persónuupplýsingar um grunnskólanemendur fari ekki í hendur óviðkomandi.

  2. Fram fer kynning á úrvinnslu tillagna starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  3. Lögð er fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar dags. 15. september 2015:

    Fylgigögn

    Bókanir við dagskrárlið: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

  4. Fram fer umræða um lýðræðisstefnu.

    Fylgigögn

  5. Umfjöllun á Wikipedia um netkosningar í Eistlandi
    Internet voting a success in two European countries - frétt á vef European University Institute
    Internet voting - frétt á vef the National Democratic Institute
    Internet voting outside the U.S. - frétt á vef verifiedvoting.org
    Samantekt á Wikipedia um rafrænar kosningar og netkosningar

  6. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  7. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn.

Fundi slitið kl. 15:13

Halldór Auðar Svansson

Eva Einarsdóttir

Hilmar Sigurðsson

Eva H. Baldursdóttir

Stefán Þór Björnsson