Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 21

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 24. ágúst, var haldinn 21. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.35. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar J. Sandholt og Hreinn Hreinsson.

Fundaritari:: 

Ásta Guðrún Beck

  1. Kynntar eru tillögur og kostnaðaráætlun vinnuhóps um rafræna gagnagátt um fjármál Reykjavíkurborgar. Halldóra Káradóttir tekur sæti undir þessum lið. (R15020166)

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram bréf frá forsætisnefnd dags. 19. júní 2015 ásamt drögum að reglum um framkvæmd íbúakosninga. Óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs (R14090207).
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að fela erindreka gagnsæis og samráðs að vinna drög að umsögn ráðsins.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um tilraunakosningar með svokölluðu Scytl-kosningakerfi.

  4. Lögð er fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. júlí 2015 sem erum lífið einfaldara.

    Fylgigögn

  5. Kynnt er fundadagatal ráðsins fyrir næsta starfsár.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um efni og staðsetningu næsta opins fundar hjá stjórnkerfis- og lýðræðisráði sem áætlað er að fari fram í nóvember nk.

  7. Kynnt er yfirlit mála sem tekin hafa verið fyrir í stjórnkerfis- og lýðræðisráði á síðasta starfsári.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:11

Halldór Auðar Svansson

Eva Einarsdóttir

Hilmar Sigurðsson

Heiða Björg Hilmisdóttir

Hildur Sverrisdóttir