Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2015, 24. ágúst, var haldinn 21. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.35. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar J. Sandholt og Hreinn Hreinsson.
Fundaritari::
Ásta Guðrún Beck
-
Kynntar eru tillögur og kostnaðaráætlun vinnuhóps um rafræna gagnagátt um fjármál Reykjavíkurborgar. Halldóra Káradóttir tekur sæti undir þessum lið. (R15020166)
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf frá forsætisnefnd dags. 19. júní 2015 ásamt drögum að reglum um framkvæmd íbúakosninga. Óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs (R14090207).
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að fela erindreka gagnsæis og samráðs að vinna drög að umsögn ráðsins.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilraunakosningar með svokölluðu Scytl-kosningakerfi.
-
Lögð er fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. júlí 2015 sem erum lífið einfaldara.
Fylgigögn
-
Kynnt er fundadagatal ráðsins fyrir næsta starfsár.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um efni og staðsetningu næsta opins fundar hjá stjórnkerfis- og lýðræðisráði sem áætlað er að fari fram í nóvember nk.
-
Kynnt er yfirlit mála sem tekin hafa verið fyrir í stjórnkerfis- og lýðræðisráði á síðasta starfsári.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:11
Halldór Auðar Svansson
Eva Einarsdóttir
Hilmar Sigurðsson
Heiða Björg Hilmisdóttir
Hildur Sverrisdóttir