Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2015, 18. maí, var haldinn 18. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.33. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Björn Gíslason, Hildur Sverrisdóttir, Magnús Arnar Sigurðarson og áheyrnarfulltrúinn Auður Alfífa Ketilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Sonja Wiium, Svavar Jósefsson og Hreinn Hreinsson.
Fundaritari::
Ásta Guðrún Beck
-
Lögð er fram að nýju eftirfarandi tillaga frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina dags. 4. maí 2015 (R15050021): Í ljósi niðurstöðu könnunar MMR er lagt til að stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykki að óska eftir því að borgarstjórn fari í almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa Reykjavíkur, skv. 107. gr., sbr. 108. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011, um það hvort loka eigi flugbraut 06/24. Umsögn borgarlögmanns dags. 13. maí 2015 um tillöguna er lögð fram og kynnt. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður tekur sæti undir þessum lið. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:
Fylgigögn
- Tillaga um að óskað verði eftir því að borgarstjórn boði til almennrar atkvæðagreiðslu um hvort loka eigi flugbraut 06/24.
- Umsögn borgarlögmanns dags. 13. maí 2015
Bókanir við dagskrárlið:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn deiliskipulagi Hlíðarenda þann 5. nóvember 2014 og gerðu þá skýra grein fyrir atkvæðum sínum með ítarlegum bókunum. Með sama hætti afgreiddu borgarfulltrúar þessa sama flokks deiliskipulagið í borgarstjórn 2. desember sl. Afstaða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er enn óbreytt varðandi það að Rögnunefndin svokallaða ætti að fá að ljúka störfum áður en breytingar eru gerðar varðandi Reykjavíkurflugvöll. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja því að áður en farið verði í íbúakosningu um flugvöllinn verði að liggja fyrir skýrir valkostir um staðsetningu hans.
-
Lögð er fram að nýju eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina dags. 4. maí 2015 (R15050021):
Fylgigögn
-
Lögð er fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem lögð var fram eftir kynningu á áfangaskýrslu starfshóps um nýju Reykjavíkurhúsin sem fram fór á síðasta fundi ráðsins (R13010108):
Fylgigögn
-
Lögð er fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina (R15050019):
Fylgigögn
-
Lögð er fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 30. apríl 2015, um að leggja niður leikskólaráð. (R15010070)
Tillagan hefur verið send til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf borgarráðs dags. 5. maí 2015 um framlengingu Breiðholtsverkefnisins (R15040202).
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf borgarráðs dags. 8. maí 2015 um að samþykkt hafi verið að fagráð geri árlegan „hættulista“ (R15020146).
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14:00
Halldór Auðar Svansson
Eva Einarsdóttir
Hilmar Sigurðsson
Björn Gíslason
Heiða Björg Hilmisdóttir
Hildur Sverrisdóttir