Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 17

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 4. maí, var haldinn 17. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Björn Gíslason, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar J. Sandholt, Sonja Wiium og Hreinn Hreinsson. 

Fundaritari:: Ásta Guðrún Beck

  1. Fram fer kynning á áfangaskýrslu starfshóps um nýju Reykjavíkurhúsin.

    Fylgigögn

    Bókanir við dagskrárlið: Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi bókun:

  2. Fram fer kynningin: „Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2014: Innsýn í reynslu fólks af erlendum uppruna af þeim“. Guðrún Magnúsdóttir kynnir mastersverkefni sitt.
  3. Fram fer umræða um drög að skjalastefnu Reykjavíkurborgar. Drögin eru til umsagnar hjá ráðinu skv. tölvubréfi frá skrifstofu þjónustu og reksturs dags. 16. mars 2015.
    Samþykkt að veita svohljóðandi umsögn:

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð fagnar því að fyrir liggi drög að skjalastefnu Reykjavíkurborgar. Markviss meðferð skjala er grunnforsenda þess að hægt sé að opna á stjórnkerfi borgarinnar og tryggja gagnsæi í stjórnsýslu hennar. Aðgengi bæði borgarstarfsmanna og almennings stendur og fellur með stefnu borgarinnar í skjalamálum og því að eftir henni sé farið. Upplýsingastefna Reykjavíkurborgar, sem stjórnkerfis- og lýðræðisráð hefur nú til meðferðar, tengist og byggist að miklu leyti á markvissri meðferð skjala og því er mikilvægt að til sé skýr skjalastefna og eftir henni sé farið. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð saknar þess þó að sjá ekki meira minnst á aðgengi almennings í t.d. 4. tölulið kaflans um markmið. Auk þess mætti benda á að samræmd skráning, varðveisla og meðferð skjala sbr. 3. tölulið sama kafla bætir aðgengi að upplýsingum auk þeirra atriða sem þar koma fram.

    Fylgigögn

  4. Lögð eru fram til kynningar drög að nýrri upplýsingastefnu. Drögin eru afrakstur vinnu stýrihóps um gerð upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar. Drögunum er vísað til umræðu í borgarstjórn. Að því loknu mun stjórnkerfis- og lýðræðisráð skila lokadrögum til borgarráðs.

    Fylgigögn

  5. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi tillögu:
  6. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

Fundi slitið kl. 15:10

Halldór Auðar Svansson

Eva EinarsdóttirHilmar Sigurðsson

Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirHeiða Björg Hilmisdóttir

Björn GíslasonHildur Sverrisdóttir