Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2015, 30. mars, var haldinn 15. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var opinn öllum og haldinn í Menningarhúsi Grófinni og hófst hann kl. 17:10. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Þór Björnsson og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt, Svavar Jósefsson og Hreinn Hreinsson.
Fundaritari::
Ástaeck Guðrún Beck
-
Eva Einarsdóttir, fundarstjóri, setur fundinn, býður fólk velkomið og segir frá tilgangi fundarins.
-
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, flytur erindi um upplýsingar og hönnun.
Fylgigögn
-
Kristín Ósk Hlynsdóttir, doktorsnemi í upplýsingafræði við Háskóla Íslands, flytur erindið „Áfram Reykjavík“ sem fjallar um um notendaupplifun og gagnsemi opinberra vefja.
Fylgigögn
-
Halldór Auðar Svansson kynnir drög að nýrri upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fara umræður og spurningar úr sal. Eva Einarsdóttir stýrir umræðum.
Fundi slitið kl. 18:15.
Halldór Auðar Svansson
Eva Einarsdóttir
Hilmar Sigurðsson
Stefán Þór Björnsson
Kjartan Magnússon
Heiða Björg Hilmisdóttir
Marta Guðjónsdóttir