Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 15

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 30. mars, var haldinn 15. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var opinn öllum og haldinn í Menningarhúsi Grófinni og hófst hann kl. 17:10. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Þór Björnsson og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt, Svavar Jósefsson og Hreinn Hreinsson.

Fundaritari:: Ástaeck Guðrún Beck

  1. Eva Einarsdóttir, fundarstjóri, setur fundinn, býður fólk velkomið og segir frá tilgangi fundarins.
  2. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, flytur erindi um upplýsingar og hönnun.

    Fylgigögn

  3. Kristín Ósk Hlynsdóttir, doktorsnemi í upplýsingafræði við Háskóla Íslands, flytur erindið „Áfram Reykjavík“ sem fjallar um um notendaupplifun og gagnsemi opinberra vefja.

    Fylgigögn

  4. Halldór Auðar Svansson kynnir drög að nýrri upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  5. Fram fara umræður og spurningar úr sal. Eva Einarsdóttir stýrir umræðum.

Fundi slitið kl. 18:15.

Halldór Auðar Svansson

Eva EinarsdóttirHilmar Sigurðsson

Stefán Þór BjörnssonKjartan Magnússon

Heiða Björg HilmisdóttirMarta Guðjónsdóttir