Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 1

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2014, 26. ágúst, var haldinn 1. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:00. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Stefán Þór Björnsson og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Hreinn Hreinsson. 

Fundaritari:: 

Unnur Margrét Arnardóttir

  1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18.06.2014 um kosningu 7 fulltrúa og 7 til vara í stjórnkerfis- og lýðræðisráð.

  2. Drög að samþykkt stjórnkerfis og lýðræðisráðs Lögð fram drög að samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs dags. 26.08.2014.

  3. Varaformaður stjórnkerfist og lýðræðisráðs Lagt er til að Eva Einarsdóttir verði kosinn varaformaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins. Kl. 12:30 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.

  4. Lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar Fram fer kynning á lýðræðisverkefnum Reykjavíkurborgar. Unnur Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri og Hreinn Hreinsson vefstjóri kynntu.

  5. Fundartímar stjórnkerfis og lýðræðisráðs Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að athuga nánar fundartíma ráðsins og tíma fyrir undirbúningsfundi. Samþykkt að halda starfsdag ráðsins og skoða næstu viku í því samhengi. Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að senda fundarboð.

  6. Fram fer kynning á leiðum að auknu gagnsæi í stjórnsýslu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.- Kl. 13:45 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 13:55

Halldór Auðar Svansson

Eva Einarsdóttir

Hilmar Sigurðsson

Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Stefán Þór Björnsson