Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2008, mánudaginn 15. desember, var haldinn 76. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.30. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon, Óskar Bergsson, Þorleifur Gunnlaugsson og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir opinberar móttökur, dags. í dag.
2. Lögð fram tillaga formanns um að hverfisráð verði skipað fimm mönnum í stað sjö.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
3 Rætt um frumvarp til laga um breytingar á lögum til kjararáðs ríkisins, sem nú er til meðferðar á Alþingi.
4. Lögð fram dagskrá borgarstjórnarfundar 16. desember.
Næsti fundur forsætisnefndar verður haldinn 17. desember, kl. 11.00.
Fundi slitið kl. 16.45
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson