Forsætisnefnd
Ár 2023, föstudaginn 15. september, var haldinn 329. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Magnea Gná Jóhannsdóttir, Sabine Leskopf og Pawel Bartoszek. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. september 2023.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um kynfræðslu og hinsegin fræðslu
b) Umræða um leikskólamál
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stýrihóp vegna húsnæðissáttmála höfuðborgarsvæðisins
d) Umræða um þjóðarhöll (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um leiðréttingu fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði
f) Umræða um snjallsímanotkun í grunnskólum og hugsanlegt bann (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
g) Umræða um Ljósleiðarann (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
h) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fýsileikakönnun á stuðningi við uppsetningu sólarsella á heimilum í Reykjavík
j) Kosning í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. MSS23010044 -
Fram fer umræða um breytingar á samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sem samþykktar voru 20. júní 2023. MSS22080219
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. september 2023, þar sem tilkynnt er um að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir hafi verið tilnefnd sem formaður borgarstjórnarflokks Pírata. MSS23010277
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um vinnuaðstöðu borgarfulltrúa.
- Kl. 10:35 víkur Líf Magneudóttir af fundi. MSS23010284
Fundi slitið kl. 10:56
Magnea Gná Jóhannsdóttir Pawel Bartoszek
Sabine Leskopf Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 15.9.2023 - Prentvæn útgáfa