Forsætisnefnd - Fundur nr. 283

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 15. janúar, var haldinn 283. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Sabine Leskopf og áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalega Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Eyþór Laxdal Arnalds, Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Alexandra Briem og Líf Magneudóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. janúar 2021.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum 2021-2025, sbr. 1. lið fundargerðar umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 8. janúar 2021 
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um skipulagningu atvinnulóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi
    c)    Tillaga borgarstjórnar um heildstæða athugun á starfsemi vistheimilisins Arnarholts
    d)    Umræða um úrskurð kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2019 varðandi útboð vegna stýribúnaðar (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um hagsmunasjóð leigjenda
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að skólasálfræðingar hafi aðsetur í skólum og heyri undir skólastjórnendur
    g)    Umræða um mansal (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
    h)    Kosning í mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráð
    i)    Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
    j)    Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð
    k)    Kosning í öldungaráð
    l)    Kosning í íbúaráð Hlíða R21010074

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2021, þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksins sé komin aftur til starfa eftir veikindaleyfi. R20010227

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. desember 2020, þar sem tilkynnt er um tilhögun fæðingarorlofs Jórunnar Pálu Jónasdóttur varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. R21010084

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2021, varðandi beiðni Magnúsar Más Guðmundssonar varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar um tímabundna lausn frá störfum til 1. janúar 2022. R19010159
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2021, varðandi beiðni Alexanders Witolds Bogdanski varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um tímabundna lausn frá störfum til 15. júní 2021. R20010362
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi til 10. mars 2021. R18060129
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. janúar 2021, varðandi framlög til stjórnmálasamtaka í borgarstjórn 2021, ásamt fylgiskjölum. R18060218

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2021, þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Þórs Elíss Pálssonar. R18060080

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2021, þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í borgarráði í stað Þórs Elíss Pálssonar. R18060082

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2021, þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í skipulags- og samgönguráði í stað Þórs Elíss Pálssonar. R18060086

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Forsætisnefnd samþykkir í ljósi góðrar reynslu af dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn að  hann verði festur í sessi og gerður varanlegur með sama fyrirkomulagi og verið hefur á tilraunatímabilinu. Samþykktum borgarstjórnar verði breytt til samræmis við það. Samþykkt þessi taki gildi sem fyrst.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20080128
    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:55

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Marta Guðjónsdóttir