Forsætisnefnd
Ár 2021, föstudaginn 15. janúar, var haldinn 283. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Sabine Leskopf og áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalega Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Eyþór Laxdal Arnalds, Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Alexandra Briem og Líf Magneudóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. janúar 2021.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum 2021-2025, sbr. 1. lið fundargerðar umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 8. janúar 2021
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um skipulagningu atvinnulóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi
c) Tillaga borgarstjórnar um heildstæða athugun á starfsemi vistheimilisins Arnarholts
d) Umræða um úrskurð kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2019 varðandi útboð vegna stýribúnaðar (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um hagsmunasjóð leigjenda
f) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að skólasálfræðingar hafi aðsetur í skólum og heyri undir skólastjórnendur
g) Umræða um mansal (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
h) Kosning í mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráð
i) Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
j) Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð
k) Kosning í öldungaráð
l) Kosning í íbúaráð Hlíða R21010074 -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2021, þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksins sé komin aftur til starfa eftir veikindaleyfi. R20010227
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. desember 2020, þar sem tilkynnt er um tilhögun fæðingarorlofs Jórunnar Pálu Jónasdóttur varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. R21010084
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2021, varðandi beiðni Magnúsar Más Guðmundssonar varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar um tímabundna lausn frá störfum til 1. janúar 2022. R19010159
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2021, varðandi beiðni Alexanders Witolds Bogdanski varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um tímabundna lausn frá störfum til 15. júní 2021. R20010362
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi til 10. mars 2021. R18060129
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. janúar 2021, varðandi framlög til stjórnmálasamtaka í borgarstjórn 2021, ásamt fylgiskjölum. R18060218
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2021, þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Þórs Elíss Pálssonar. R18060080
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2021, þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í borgarráði í stað Þórs Elíss Pálssonar. R18060082
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2021, þar sem tilkynnt er að Ásgerður Jóna Flosadóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í skipulags- og samgönguráði í stað Þórs Elíss Pálssonar. R18060086
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Forsætisnefnd samþykkir í ljósi góðrar reynslu af dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn að hann verði festur í sessi og gerður varanlegur með sama fyrirkomulagi og verið hefur á tilraunatímabilinu. Samþykktum borgarstjórnar verði breytt til samræmis við það. Samþykkt þessi taki gildi sem fyrst.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20080128
Frestað.
Fundi slitið klukkan 11:55
Pawel Bartoszek Alexandra Briem
Marta Guðjónsdóttir