Forsætisnefnd - Fundur nr. 272

Forsætisnefnd

Ár 2020, föstudaginn 15. maí, var haldinn 272. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Valgerður Árnadóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ívar Vincent Smárason og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. maí 2020.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl 2020 – síðari umræða
    b)    Samþykkt fyrir innkaupa- og framkvæmdaráð, sbr. 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 13. mars
    c)    Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð R20010182

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd samþykkir að fundur borgarstjórnar 19. maí hefjist kl. 13:00. Hefðbundar reglur um ræðutíma og fundarsköp gilda að öðru leyti en því að ræðutími oddvita í fyrstu ræðu verður 15 mínútur.

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. maí 2020, þar sem tilkynnt er að Kristín Soffía Jónsdóttir taki sæti sem þriðji varaforseti borgarstjórnar í stað Dóru Magnúsdóttur. R18060080

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. maí 2020, þar sem tilkynnt er að Líf Magneudóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur. R18060080

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar:

    Lagt er til að forsætisnefnd samþykki að fela þjónustu- og nýsköpunarsviði að kanna kostnað og fýsileika þess að fundir borgarstjórnar verði textaðir sjálfkrafa með notkun talgreinis. R20050137

    Samþykkt.
    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um táknmálstúlkun á fundum borgarstjórnar, sbr. 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 13. september 2019 og 6. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 3. september 2019. Einnig er lögð fram umsögn aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks, dags. 9. desember 2019. R19090030
    Vísað til kostnaðarmats hjá fjármála- og áhættustýringarsviði.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:38

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1505.pdf