No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2019, föstudaginn 11. október, var haldinn 262. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:32. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Alexandra Briem, Daníel Örn Arnarsson, Vigdís Hauksdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ívar Vincent Smárason og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. október 2019.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnum uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til 2033 – síðari umræða
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferðinni
c) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að leitast verði við að seinka skólabyrjun í fleiri skólum til kl. 9
d) Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um öruggari göngutengingar við Hringbraut vestan Melatorgs
e) Viðaukatillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fyrirvara við samþykkt samkomulags ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguviðmiðum á höfuðborgarsvæðinu til 2033
f) Kosning í mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráð
g) Kosning í ofbeldisvarnarnefnd R19010084 -
Lögð fram fundargerð vinnufundar forsætisnefndar frá 27. september 2019. R19010004
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. október 2018, þar sem tilkynnt er að Sigríður Arndís Jóhannsdóttir taki við sem formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingar. R19010103
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. október 2019, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 27. september 2019 á breytingu á samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. september 2019, þar sem tilkynnt er um afgreiðslu skóla og frístundaráðs frá 24. september 2019 á tillögu fulltrúa ungmennaráðs Grafarvogs um aukið nemendalýðræði, ásamt fylgiskjölum. R19030296
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. september 2019, vegna endurskoðunar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, ásamt fylgiskjölum, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 27. september. Fyrri umræða fór fram á fundi borgarstjórnar þann 18. júní.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Hvað viðkemur siðareglum sem eru í lögum sveitarstjórna þá skal á það minnt að engin er þvingaður til að samþykkja siðareglur. Sá sem telur sig ekki af einhverjum ástæðum geta samþykkt siðareglur getur hann ekki verið skilyrtur að fylgja þeim. Honum er í sjálfsvald sett að samþykkja þær og í sjálfsvald sett að fylgja þeim. Bæta mætti við: Hverjum og einum er í sjálfsvald sett að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim eftir. R18060129
Tillagan er felld.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Vísað til borgarstjórnar.
Áheyrnarfulltrúa Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar eru upp á 86 greinar. Á fundi borgarstjórnar hinn 20. febrúar sl. voru samþykktar ellefu tillögur um skipulag stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sem höfðu það að meginmarkmiði að einfalda, skýra og skerpa stjórnarhætti Reykjavíkurborgar. Sú ákvörðun skapaði væntingar um að farið yrði í vinnu við að einfalda fundarsköp borgarstjórnar en því miður var það ekki raunin. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur talað fyrir þeim breytingum. Búið er að þvæla umgjörð um starf kjörinna fulltrúa mikið og gengur það fyrst of fremst út á að hefta störf þeirra. En samþykktirnar taka líka á málefnum starfsmanna Reykjavíkur. Í 77. gr. er kveðið á um þagnarskyldu starfsmanna og hljóðar hún svo: „Starfsmenn Reykjavíkurborgar og aðrir sem borgin ræður til vinnu við ákveðin verkefni eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt eigi að fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“ Þessi þagnarskylda hefur margsinnis verið þverbrotin á kjörtímabilinu, orðréttum ummælum kjörinna fulltrúa á fundum lekið til fjölmiðla og stóryrt ummæli látin falla um kjörna fulltrúa. Eitt skal yfir alla ganga.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst sem ekki sé samræmi í lögum þar sem segir að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að engin er skyldugur til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim. Hverjum og einum er það í sjálfsvald sett hvort hann yfir höfuð samþykki siðareglur og fylgi þeim. Engin viðurlög eru auk þess ef viðkomandi brýtur siðareglur. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mjög óljóst og að þarna stangast á lög og reynd.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. nóvember 2018, og svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 8 október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins um fjöldi bílastæðakorta, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. nóvember 2019. R18110236
Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Sósíalistaflokks Íslands í forsætisnefnd telja að það myndi samræmast betur áherslum Reykjavíkurborgar í umhverfis- og loftslagsmálum að niðurgreiðslum á bílastæðakortum í Ráðhúskjallara yrði hætt og þess í stað beint jákvæðum hvötum, á borð við samgöngusamninga til að hvetja til og styðja við umhverfisvænna ferðamáta. Borgin þarf að sýna gott fordæmi í þessum málaflokki.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Samgöngusamningar eru ekki endilega hvati til umhverfisvænni ferðamáta eða trygging fyrir umhverfisvænum ferðamátum þar sem enn eru fjöldi almenningsvagna knúnir áfram með díselolíu. Nær væri að setja inn hvata til að fleiri sjái kost í því að fjárfesta í rafbíl.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg borgar niður bílastæðakort fyrir 57 embættismenn og hafa þeir fullan aðgang að bílakjallara í ráðhúsinu. Ekki var unnt að upplýsa um bílastyrki B-hluta fyrirtækja en vitneskja er um að embættismenn þar hafi sömu hlunnindi. Embættismenn greiða 2.000 kr. á mánuði fyrir aðganginn og borgin greiðir 6.303 kr. á móti. Samtals er kostnaður borgarinnar vegna þessara bílastæðakorta 4,3 milljónir á ári. Þingmenn þurfa ekki að greiða fyrir sín bílastæði. Starf borgarfulltrúa og alþingismanna er sambærilegt að því leyti að Ráðhúsið og Alþingishúsið eru á gjaldsvæði 1. Það sem eftir stendur er þessi spurning: Eru þeir embættismenn borgarinnar sem njóta þessara gæða að greiða skatt af þessum hlunnindum?
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn forseta borgarstjórnar:
Hver er mánaðarlegur húsnæðiskostnaður vegna starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa. Átt er við kostnað vegna húsnæðis á Tjarnargötu sem skrifstofuaðstöðu í Ráðhúsinu vegna þeirra kjörinna fulltrúa, annarra en borgarstjóra, sem þar hafa aðstöðu. R19100309
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringasviðs og skrifstofu borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að mat verði fengið á því hjá ráðuneytinu hvernig það samræmist að segja í lögum að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að engin er skyldugur til að samþykkja siðarelgur eða fylgja þeim. Hverjum og einum er það í sjálfsvald sett hvort hann yfir höfuð samþykki siðareglur og fylgi þeim. Engin viðurlög eru auk þess ef viðkomandi brýtur siðareglur. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mjög óljóst og að þarna stangast á lög og reynd. Mikilvægt er að hafa svona skýrt og lagt er því til að leitað verði leiðbeiningar og skýringa hjá ráðuneytinu. R18060129
Frestað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:47
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
forseatisnefnd_1110.pdf