Forsætisnefnd - Fundur nr. 257

Forsætisnefnd

Ár 2019, föstudaginn 31. maí, var haldinn 257. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:34. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson og Helga Björk Laxdal sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stöðu við endurskoðun á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. R18060129

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 4. júní 2019.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um framtíðina í borginni og borgina í framtíðinni, loftslagsmál, landnýtingu, samgöngur, snjalltækni, nýsköpun og rýmið í borginni (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)

    b)    Ályktunartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna áfengisverslunar

    c)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavíkur

    d)    Umræða um ástand skólahúsnæðis og byggingar- og viðhaldsþörf skóla í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)

    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um endurgreiðslu útsvars til hinna tekjulægstu

    f)    Umræða um tafa- og mengunargjöld sem fela munu í sér aukna gjaldtöku á umferð og auknar álögur á borgarbúa (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

    g)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að nýta metangas sem SORPA framleiðir á metanvagna Strætó bs.

    h)    Umræða um hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

    i)    Kosning í skipulags- og samgönguráð R19010084

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. maí 2019, varðandi endurskoðun reglna um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörf utan borgarstjórnar. R17080118

    Vísað til umsagnar Persónuverndar. Forsætisnefnd óskar eftir því að Persónuvernd hraði yfirferð sinni eins og unnt er.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á drögum að endurskoðuðum reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. R18100244

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þessar reglur ekki nógu skýrar og ekki nógu gegnsæjar. Til dæmis segir að við ákvörðun um opinbera móttöku skuli horft til þess að tilefnið þjóni hagsmunum borgarinnar. Þetta er allt mjög teygjanlegt og háð túlkun. Flokkur fólksins hefur lagt til að með yfirliti fylgi sundurliðaður kostnaður fyrir hverja veislu. Það er afar mikilvægt að borgarbúar geti fylgst með kostnaði sem fer í opinberar móttökur og aðra viðburði sem skrifstofa borgarstjóra ákveður að halda. Einnig ætti að vera oftar útboð samkvæmt innkaupareglum jafnvel þótt að áætluð upphæð sé undir viðmiði. Fé sem varið er í veislur og móttökur kemur úr vasa borgarbúa. Hver og einn getur í raun lagt fram beiðni um móttöku. Móttökur er margar í Reykjavíkurborg, stundum allt að fjórar í viku, og flestar með áfengi og að sjálfsögðu öðrum veisluföngum. Í 7. gr. kemur fram að móttökur sem utanaðkomandi aðili sækir um að Reykjavíkurborg haldi skuli að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila. Þá má spyrja hverjir þeir eru sem ekki kallast utanaðkomandi, hver séu tengsl þeirra við borgina, er hér verið að ræða um launþega borgarinnar? Hér má margt bæta. Borgarfulltrúi vill að allar beiðnir séu upp á borði, líka þeim sem er hafnað og hvað rök liggja fyrir því.

    Dagný Ingadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Fram fer kynning á stöðunni við endurskoðun siðareglna fyrir kjörna fulltrúa. R18060141

    Frestað.

  6. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. mars 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna fundarherferðar borgarstjóra, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15. mars 2019. R18110228

    Frestað.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins vill bóka um fundarsköp. Borgarfulltrúi er mjög ósáttur við hvernig fundi forsætisnefndar var stjórnað. Helming af dagskrárliðum var frestað á lokasekúndum fundarins. Þetta er afar vont enda undirbúa fulltrúar sig fyrir fundina samkvæmt fundardagskrá. Flokkur fólksins mótmælir þessum vinnubrögðum og telur þetta enn eitt skýrt dæmið um valdníðslu meirihlutans á fundum.

    Fulltrúar Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er skýr heimild forsætisnefndar að fresta málum sem eru á dagskrá funda. Það eru eðlileg fundarsköp að fresta málum þegar umræður dragast á langinn til hægt sé að gefa umræðunni það rými sem eðlilegt er næst þegar þau eru á dagskrá. Fullyrðingum um valdníðslu er hafnað.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að minnka kostnað vegna funda borgarstjóra, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara um tillöguna, dags. 24. apríl 2019. R18110228

    Frestað.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins vill bóka um fundarsköp. Borgarfulltrúi er mjög ósáttur við hvernig fundi forsætisnefndar var stjórnað. Helming af dagskrárliðum var frestað á lokasekúndum fundarins. Þetta er afar vont enda undirbúa fulltrúar sig fyrir fundina samkvæmt fundardagskrá. Flokkur fólksins mótmælir þessum vinnubrögðum og telur þetta enn eitt skýrt dæmið um valdníðslu meirihlutans á fundum.

    Fulltrúar Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er skýr heimild forsætisnefndar að fresta málum sem eru á dagskrá funda. Það eru eðlileg fundarsköp að fresta málum þegar umræður dragast á langinn til hægt sé að gefa umræðunni það rými sem eðlilegt er næst þegar þau eru á dagskrá. Fullyrðingum um valdníðslu er hafnað.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fundargerðir Félagsbústaða séu lagðar fyrir borgarráð, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 3. maí 2019. R19050038

    Frestað.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 22. maí 2019, þar sem tilkynnt er um afgreiðslu mannréttinda- og lýðræðisráðs þann 9. maí 2019 á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða um að tryggja samráð við börn og ungmenni um öll málefni sem varða þau. R19030292

    Frestað.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 29. apríl 2019, þar sem tilkynnt er um afgreiðslu velferðarráðs þann 24. apríl 2019 á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Kjalarness um gjaldfrjáls námsgögn í framhaldsskólum. R18020251

    Frestað.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 14. maí 2019, þar sem tilkynnt er um afgreiðslu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 13. maí 2019 á tillögu frá fundi borgarstjórnar og fjölmenningarráðs á kynningu á frístundakorti á erlendum tungumálum. R19050087

    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:15

Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek

Sabine Leskopf Marta Guðjónsdóttir