Forsætisnefnd - Fundur nr. 236

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 4. maí, var haldinn fundur nr. 236 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Bárubúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Kjartan Magnússon, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 8. maí nk.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um niðurfellingu gjalda vegna hjálparmiðstöðvar Hjálpræðishersins sem óskað er eftir að tekin verði á dagskrá borgarstjórnar 8. maí nk.
  3. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa um að leita álits Persónuverndar vegna aðgerða í tilefni af borgarstjórnarkosningum.
  4. Lögð fram tillaga að matarstefnu Reykjavíkur 2018-2022, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. maí.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um mætingar borgarfulltrúa og boðun varamanna í nefndir og ráð Reykjavíkurborgar.
  6. Lagt fram yfirlit yfir mætingar á fundi í ráðum og nefndum, dags. 5. maí 2018.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um námskeið fyrir borgarfulltrúa í upphafi kjörtímabils.
  8. Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 10. apríl 2018, þar sem staðfest er breyting á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Fylgigögn