Forsætisnefnd
Ár 2018, föstudaginn 4. maí, var haldinn fundur nr. 236 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Bárubúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Kjartan Magnússon, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 8. maí nk.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um niðurfellingu gjalda vegna hjálparmiðstöðvar Hjálpræðishersins sem óskað er eftir að tekin verði á dagskrá borgarstjórnar 8. maí nk.
-
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa um að leita álits Persónuverndar vegna aðgerða í tilefni af borgarstjórnarkosningum.
-
Lögð fram tillaga að matarstefnu Reykjavíkur 2018-2022, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. maí.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um mætingar borgarfulltrúa og boðun varamanna í nefndir og ráð Reykjavíkurborgar.
-
Lagt fram yfirlit yfir mætingar á fundi í ráðum og nefndum, dags. 5. maí 2018.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um námskeið fyrir borgarfulltrúa í upphafi kjörtímabils.
-
Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 10. apríl 2018, þar sem staðfest er breyting á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Fylgigögn