Forsætisnefnd
Ár 2018, föstudaginn 13. apríl, var haldinn fundur nr. 235 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:33. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Marta Guðjónsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Dagný Magnea Harðardóttir og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. apríl nk. R18010085
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Uppbygging hjúkrunarheimila í Reykjavík, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. apríl 2018
b) Tillögur um nýjar ylstrendur við Skarfaklett og Gufunes, sbr. 29. og 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. apríl 2018
c) Tillaga til ályktunar um loftslagsmál og hlutverk hafna
d) Tillaga Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um samtal við heilbrigðisyfirvöld um breytt vaktafyrirkomulag á Landspítalanum
e) Umræða um málefni Langholts-, Laugarness- og Vogahverfis (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
f) Umræða um borgarlínu
Fundi slitið klukkan 10:49
Líf Magneudóttir