Forsætisnefnd
Ár 2018, föstudaginn 16. mars, var haldinn fundur nr. 233 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Borgarráði, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
-
Lagt fram yfirlit yfir móttökur sem samþykktar voru á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara skv. 5. gr. í reglum um móttökur. R15010231
-
Fram fer umræða um endurskoðun á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa. R14060212
Fylgigögn
-
Lögð fram beiðni Láru Óskarsdóttur, varaborgarfulltrúa, um lausn frá störfum, dags. 14. mars 2018. R18030113
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um starfsmenn borgarstjórnarflokka. R18030114
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um aðgerðaáætlun 2015-2020 um framtíð úrgangsmála, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. febrúar 2018. R18020049
Fylgigögn
-
Lögð fram svör fjármálaskrifstofu, dags. 16. febrúar 2018, og innkaupadeildar, dags. 2. mars 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um auglýsingakostnað Reykjavíkurborgar 2015-2017, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. febrúar 2018. R18020049
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um undirbúning borgarstjórnarfunda. R18010003
-
Fram fer síðari umræða um endurskoðun á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. R17100263
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. mars nk. R18010085
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:35
Líf Magneudóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Halldór Auðar Svansson