Forsætisnefnd - Fundur nr. 102

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND


Ár 2010, miðvikudaginn 24. ágúst, var haldinn 102. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.10. Viðstaddar voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar, dags. í dag.

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga, sem samþykkt var á fundi borgarráðs 19. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 20. s.m.:

Lagt er til að borgarráð samþykki þá nýbreytni að sameiginlegir vinnufundir allra borgarfulltrúa verði fastur liður í starfsáætlun Borgarstjórnar Reykjavíkur. Vinnufundirnir skulu að jafnaði haldnir mánaðarlega og hafa það markmið að auka samstarf borgarstjórnar allrar um stefnumótun og brýn verkefni borgarbúa. Forsætisnefnd boðar til fundanna og undirbýr dagskrá í samstarfi við borgarstjóra, en fyrsti sameiginlegi vinnufundur nýrrar borgarstjórnar skal haldinn áður en borgarstjórn kemur aftur saman í byrjun september.

Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er falið að leggja fram drög að dagskrá
1. vinnufundarins á næsta fundi forsætisnefndar.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga, sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 18. maí sl.:

Borgarstjórn samþykkir að standa fyrir opnum borgarafundum einu sinni á ári þar sem beint samtal fer fram milli borgarbúa og kjörinna fulltrúa. Fundirnir verði undirbúnir af hverfisráðum í samráði við íbúasamtök og starfsfólk þjónustumiðstöðva.

Sóleyju Tómasdóttur er falið að undirbúa erindi til hverfisráðanna og leggja fyrir næsta fund forsætisnefndar.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga, sem samþykkt var á fundi borgarráðs 1. f.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. s.d.:

Borgarráð samþykkir að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi þann 19. júní ár hvert frá og með næsta ári. Forsætisnefnd verði falið að útfæra hátíðarhöldin í samráði við mannréttindaráð.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

5. Lögð fram að nýju tillaga Óskars Bergssonar frá 10. júní sl. varðandi verkaskiptingu milli borgarstjórnar og borgarráðs, sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. s.d.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að skoða samþykktir út frá þeim hugmyndum sem fram koma í tillögunni. Jafnframt skoði hann hvernig koma mætti á fyrirspurnum á fundum borgarstjórnar.

6. Rætt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.


Fundi slitið kl. 16.00

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir