Forsætisnefnd - Fundur nr. 101

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND


Ár 2010, föstudaginn 16. júní, var haldinn 101. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.00. Viðstaddir voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson og Jónína H. Björgvinsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 10. þ.m. ásamt tillögu borgarráðs um að skerpa betur á verkaskiptingu milli borgarstjórnar og borgarráðs, sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 10. f.m.
Vísað til meðferðar skrifstofustjóra borgarstjórnar.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. f.m. ásamt tillögu borgarráðs um áheyrnarsetu í forsætisnefnd.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m. ásamt tillögu borgarráðs um að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi 19. júní ár hvert.
Frestað.

4. Lagt fram yfirlit móttökustjóra frá 25. f.m.

5. Lögð fram samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna borgarfulltrúa í samræmi við samþykkt fundar forsætisnefndar 11. f.m., þar sem samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna borgarfulltrúa var til umræðu.
Frekari skoðun málsins er vísað til meðferðar skrifstofu borgarstjórnar og á meðan á henni stendur er samþykkt að 1. varaborgarfulltrúar hafi aðgang að starfsaðstöðu skv. 3. gr. samþykktarinnar meðan málið er til skoðunar.



Fundi slitið kl. 15.55

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Sóley Tómasdóttir