No translated content text
Fjölmenningarráð
Ár 2021, mánudaginn 8. mars, var haldinn 41. fundur fjölmenningaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi og hófst kl. 15:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Andie Sophia Fontaine, og Renata Emilsson Peskova. Einnig sat fundinn Elísabet Pétursdóttir.
Achola Otieno ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. febrúar 2021, um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi m.a. varðandi notkun fjarfundabúnaðar á fundum nefnda og ráða, ásamt fylgiskjölum. R18060129
- Kl. 15:06 tekur Tui Hirv sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Fjölmenningarráðs um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, dags. 22. febrúar 2021. R21010263
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu PaCE Populism and Civic Engagement hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði. R20060045
- Kl. 15:23 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Roxana Elena Cziker tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Bréf borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2021, ásamt lokaskýrslu starfshóps um börn innflytjenda í Reykjavík. R1900031
Frestað. -
Fram fer kynning á Fjölmenningardegi/Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar – Næstu skref. R19020227
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð þakkar fyrir kynningu á fjölmenningardegi og fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar. Í takt við fjölmenningaryfirlýsingu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var einróma í borgarstjórn þann 17. september 2020, er lögð rík áhersla á að fjölbreytileiki og virk þátttaka á öllum sviðum samfélagsins eru undirstaða jákvæðrar þróunar. Því er ljóst að þessir viðburðir munu verða haldnir í breyttri mynd til framtíðar. Fjölmenningarráð í samstarfi við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu mun skipuleggja viðburð haustið 2021, í samstarfi við hagsmunaaðila ríkis og borgar sem sinna þjónustu og upplýsingagjöf til innflytjenda sem og við grasrótarsamtök á þeirra forsendum. Kemur þá til greina að fjalla á árinu 2021 sérstaklega um upplýsingagjöf til innflytjenda og hvernig er best hægt að tryggja aðgengi að henni. Um er að ræða viðburð sem undirstrikar að borgarsamfélagið byggir á inngildingu (e. inclusion) allra, frekar en einhliða aðlögun.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:25
Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_0803.pdf