Fjölmenningarráð
Ár 2020, mánudaginn 14. desember, var haldinn 38. fundur fjölmenningaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst kl. 15.02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Tui Hirv, Nichole Leigh Mosty og Renata Emilsson Peskova. Einnig sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Achola Otieno, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð er fram skýrslan Hvað segir mamma – Börn af erlendum uppruna í Kvennaathvarfinu, ódags., sem gefin var út af Kvennaathvarfinu.
Drífa Jónasdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
- Kl. 15.20 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð er fram móttökuáætlun fyrir börn og unglinga af erlendum uppruna, ódags., frá ÍTR og Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
Gerður Sveinsdóttir og Jóna Hildur Bjarnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð er fram skýrslan ICC Index Analysis 2020 – Reykjavík, ódags., sem gefin var út af Evrópuráðinu.
Barbara J. Kristvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð er fram umsögn fjölmenningarráðs, dags. 9.12.2020, um drög að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lagt er fram erindi frá stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, ódags., um Fjölskylduhjálp Íslands.
Loubna Anbari tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar tekur heilshugar undir þær áhyggjur sem koma fram í yfirlýsingunni frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna varðandi framkomu Fjölskylduhjálpar í garð skjólstæðinga sinna af erlendum uppruna. Ráðið óskar eftir að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa fari fram á það við Fjölskylduhjálp Íslands að skilað sé greinargerð um hvernig tryggt sé að unnið sé gegn mismunun og að jafnrétti við úthlutun samtakanna. Þetta er í samræmi við grein 12.3. í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og styrkjareglur Reykjavíkurborgar. Ráðið óskar jafnframt eftir að upplýsa velferðarráð um þessar áhyggjur fulltrúa grasrótarinnar sem beint var til fjölmenningarráðs. Ráðið þakkar jafnframt fyrir kynningu á stöðu á tillögu um átak gegn fordómum sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar og fjölmenningarráðs í febrúar 2019 og var í frekari útfærslu samþykkt á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnarnefndar, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og menningar- íþrótta og tómstundaráðs þann 19. nóvember s.l um sameiginlegt átak gegn fordómum hjá öllum starfsstöðvum borgarinnar. Ráðið óskar eftir að fá að fylgjast með frekari útfærslu verkefnisins.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:01
Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1412.pdf