No translated content text
Fjölmenningarráð
Ár 2020, mánudaginn 28. september, var haldinn 35. fundur fjölmenningaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.03 . Fundinn sátu Sabine Leskopf og Tui Hirv. Einnig sátu fundinn Achola Otieno og Tómas Ingi Adolfsson sem var fundarritari. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Nichole Leigh Mosty, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Renata Emilsson Peskova. Anna Kristinsdóttir sat fundinn einnig með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf frá WOMEN, dags. 28. september 2020, með tilkynningu um breytingu á fulltrúum samtakanna í Fjölmenningarráði.
Fylgigögn
-
Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins, dags. 2. júlí 2020, um stofnun innflytjendaráðs ásamt umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. ágúst 2020 og umsögn fjölmenningarráðs, dags. 22. ágúst 2020. R20070029
Fjölmenningarráð samþykkir að vísa tillögunni frá.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð samþykkir að vísa tillögunni frá á grundvelli umsagnar ráðsins, dags. 22. ágúst 2020.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um bætt samráð við innflytjendur.
-
Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. ágúst 2020, um átak gegn hættulegu húsnæði í borginni.
Lögð fram umsögn Fjölmenningarráðs, dags. 24. september 2020. R20110342
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð er fram skýrsla sumarstarfsfólks, dags. 14. ágúst 2020, um þjónustu stofnana í Háaleitis- og Bústaðahverfi við innflytjendur og flóttafólk.
Helga Margrét Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð er fram stöðuskýrsla nr. 5, dags. 18. september 2020, frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:37
Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_2809.pdf