Fjölmenningarráð - Fundur nr. 35

Fjölmenningarráð

Ár 2020, mánudaginn 28. september, var haldinn 35. fundur fjölmenningaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.03 . Fundinn sátu Sabine Leskopf og  Tui Hirv. Einnig sátu fundinn Achola Otieno og Tómas Ingi Adolfsson sem var fundarritari. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Nichole Leigh Mosty, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Renata Emilsson Peskova. Anna Kristinsdóttir sat fundinn einnig með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129.

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram bréf frá WOMEN, dags. 28. september 2020, með tilkynningu um breytingu á fulltrúum samtakanna í Fjölmenningarráði.

    Fylgigögn

  3. Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins, dags. 2. júlí 2020, um stofnun innflytjendaráðs ásamt umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. ágúst 2020 og umsögn fjölmenningarráðs, dags. 22. ágúst 2020. R20070029

    Fjölmenningarráð samþykkir að vísa tillögunni frá.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð samþykkir að vísa tillögunni frá á grundvelli umsagnar ráðsins, dags. 22. ágúst 2020.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um bætt samráð við innflytjendur.

  5. Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. ágúst 2020, um átak gegn hættulegu húsnæði í borginni.

    Lögð fram umsögn Fjölmenningarráðs, dags. 24. september 2020. R20110342
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lögð er fram skýrsla sumarstarfsfólks, dags. 14. ágúst 2020, um þjónustu stofnana í Háaleitis- og Bústaðahverfi við innflytjendur og flóttafólk.

    Helga Margrét Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lögð er fram stöðuskýrsla nr. 5, dags. 18. september 2020, frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:37

Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_2809.pdf