Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 57

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2018, fimmtudaginn 6. desember, var haldinn 57. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:34. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Egill Þór Jónsson, Björgvin Björgvinsson, Pétur V. Maack, Ingólfur Már Magnússon, Birna Einarsdóttir og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á göngugötum í miðbænum yfir hátíðarnar.

    Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ferlinefnd þakkar fyrir kynningu á göngugötum í miðbænum yfir hátíðirnar sem og stöðu mála við útfærslu tillögu um göngugötur allt árið sem samþykkt var í borgarstjórn 4. september sl. Tillagan snýr að Laugavegi og Bankastræti ásamt þeim götum í Kvosinni sem koma til greina sem göngugötur. Í tillögunni er kveðið á um að algild hönnun með aðgengi fyrir alla verði höfð að leiðarljósi við útfærsluna í samráði við notendur og viðeigandi hagsmunasamtök. Ferlinefnd fer fram á að nefndin verði reglulega upplýst um gang mála og fagnar fyrirhuguðum samráðsfundi starfshópsins sem heldur utan um verkefnið með ferlinefnd á nýju ári.

    Edda Ívarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á velferðartæknismiðju.

    Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ferlinefnd þakkar fyrir kynningu á velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar. Um spennandi verkefni er að ræða þar sem markmiðið er skilvirkari þjónusta og greiðari samskipti við notendur, aðstandendur og starfsmenn. En ekki síður að rjúfa félagslega einangrun, auka virkni, vinnuvernd og miða þjónustu að þörfum hvers og eins. Ferlinefnd óskar eftir virku samstarfi við velferðartækismiðjuna og að vera reglulega upplýst um helstu verkefni smiðjunnar.

    Arnar Guðmundur Ólason og Sigþrúður Guðnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer umræða um ráðstefnu um aðgengismál sem fram fór í Osló 15. nóvember 2018.

  4. Lagðar eru fram tillögur stýrihóps um atvinnu- og virkniúrræði á vegum Reykjavíkurborgar, dags. 14. maí 2018.
    Frestað.

  5. Fram fer umræða um notendasamráð,

    -    Kl. 14.00 víkur Magnús Már Guðmundsson af fundi.

  6. Fram fer umfræða um aðgengismál í Klettaskóla.

    Árni Einarsson og Einar Hjálmar Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið klukkan 14:37